Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Lögreglan var vopnuð skotvopnum þegar forseti Úkraínu kom hingað til lands og hitti forsætisráðherra Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent