Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 09:02 Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Lykilþáttur í því að tryggja verðmætasköpun fyrirtækja er fyrirsjáanleiki og traust lagaumhverfi. Með þeim hætti geta fyrirtæki best gert áætlanir til lengri tíma og hagað fjárfestingum í samræmi við þær áætlanir. Það er mikilvægt að stjórnvöld frá einum tíma til annars leggi rækt við þetta verkefni. Gangi eftir að auka verðmætasköpun vegnar okkur nefnilega öllum betur. Af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar má skilja að henni sé að einhverju leyti umhugað um þetta. En er það raunverulega svo? Hótanir formanns Flokks fólksins Nú hefur formaður Flokks fólksins hið minnsta í þrígang, jafnvel oftar, frá því ríkisstjórn var mynduð haft í frammi það sem verður ekki skilið öðruvísi en hótanir í garð einnar helstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar og burðarstólpa verðmætasköpunar. Orð í þá veru féllu í Kryddsíld Stöðvar tvö og í fréttum á sömu sjónvarpsstöð í liðinni viku bætti hún um betur og sagði að fiktað yrði þannig í sjávarútvegi að aðilar innan greinarinnar væru nú skjálfandi á beinunum. Og enn var formaðurinn í sama gírnum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún sagði að ráðist yrði að vigtun, ísun og aflaverðmæti. Ég viðurkenni að ég er hugsi yfir þessari nálgun formannsins. Er eitthvað gott fengið með því segja fólki og fyrirtækjum að hræðast einhverjar óljósar yfirvofandi athafnir eða ákvarðanir stjórnvalda? Auðvitað hefur þetta engin jákvæð áhrif og allra síst á atvinnugrein sem býr við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar og sviptivinda í alþjóðasamfélaginu. Ég skal taka að mér að útskýra hið minnsta tvennt nokkuð augljóst fyrir formanninum. Hefur heil atvinnugrein haft rangt við? Í fyrsta lagi starfa þúsundir í sjávarútvegi um allt land. Undir því getur engin atvinnugrein setið að hafðar séu í frammi óljósar ásakanir forystumanns í ríkisstjórn um að fólk sem í greininni starfi hafi á einhvern hátt starfað í trássi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða kjarasamninga. Þótt illa sé hægt að átta sig á því hvert formaðurinn er að fara þegar vísað er til vigtunar, ísunar eða verðmæta úr sjó, þá gilda um allt þetta skýr lög með skilvirku eftirliti ýmissa stofnana ríkisins og jafnvel kjarasamningar. Þessi hræðsluáróður formannsins gerir ekki annað en kynda undir reiði hjá starfsfólki sem hefur með þessi mál að gera í störfum sínum og óvissu um framtíð. Það er ekki stórmannleg framkoma af hálfu formannsins. Hræðsla og óvissa dregur úr verðmætasköpun Í öðru lagi þarf miklar fjárfestingar til þess að gera verðmæti úr sjávarauðlindinni og tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé það einlægur vilji formannsins að sjávarútvegur „skjálfi á beinunum“ af hræðslu við það sem koma skal, þá hefur honum líklega með tali sínu tekist að ná því fram að fyrirtæki í sjávarútvegi haldi að sér höndum í fjárfestingum. Eins og áður sagði er það nefnilega fyrirsjáanleiki sem tryggir að aðilar taki áhættu og fjárfesti til lengri tíma. Það gera þeir ekki skjálfandi á beinunum vegna þess sem koma skal. Fjárfestingar skipta öllu máli Samdráttur í fjárfestingum er raunar aðkallandi áhyggjuefni. Miðað við opinberar tölur hefur fjárfesting í fiskveiðum einmitt dregist töluvert saman umliðin tvö ár. Með hliðsjón af aldri skipaflota hafa SFS metið að fjárfesting í fiskiskipum megi ekki vera minni en um 20 milljarðar króna ár hvert. Takist það er endurnýjun skipaflotans í nokkuð eðlilegum takti, olíunotkun verður minni, gæði afla meiri og öryggi sjómanna tryggara. Verðmætasköpun verður þannig meiri fyrir vikið. Fjárfesting liðinna tveggja ára er hvergi nærri þessum 20 milljörðum króna, líkt og greina má af mynd. Vafalaust eru nokkrir samverkandi þættir þar að baki. Má þar helst nefna verri afkomu og horfur, auk verulegrar réttaróvissu sem skapaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar endurskoða átti alla löggjöf sjávarútvegs í einu vetfangi. Og næstu tvö ár hið minnsta verða að líkindum áþekk. Aðeins tvö stærri skip eru í smíðum og munu koma inn í flotann í árunum 2025 og 2026; annað þeirra kemur til Hafnar í Hornafirði á þessu ári og hitt til Ísafjarðar á næsta ári. Þótt þetta séu að sönnu ánægjuleg tíðindi, þá er þetta ekki burðug endurnýjun þegar litið er til skipaflotans í heild og aldurs hans. Í þessu ljósi sérstaklega er þeim mun mikilvægara að stjórnvöld hafi skilning á því að óvissa og lítill fyrirsjáanleiki munu aðeins gera snúna stöðu verri. Stöðnun í fjárfestingum í skipum leiðir til þess að verðmætasköpun til lengri tíma verður minni, markmiðum í loftslagsmálum verður síður náð og framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og lífskjara okkar allra verður þar með minna. Þarf að auka óvissuna? Undanfarna daga hafa nokkur skip leitað að loðnu við Ísland. Það getur skipt þjóðarbúið tugum milljarða að loðna finnist. Þetta er náttúruleg óvissa og eitthvað sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að fást við alla tíð. Hjá henni verður ekki komist. Fleiri mætti telja til; sýkingu í síldarstofninum, horfinn humar, verulegan samdrátt í karfa og óvissu um göngu makríls inn í íslenska lögsögu. Við bætist viðkvæm staða í alþjóðamálum, sem sannarlega getur og hefur haft áhrif á afkomu fyrirtækja. Óvissa er því næg í íslenskum sjávarútvegi og við henni þarf að bregðast á hverjum tíma. Sjávarútvegur skelfur ekki á beinunum vegna orðagjálfurs. Hann einfaldlega tekst á við það sem að höndum ber hverju sinni, eins og hann hefur alltaf gert. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að sjávarútvegur er grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og ein styrkasta stoð efnahagslegrar hagsældar. Það er því ekki gæfulegt að bæta enn við óvissu með augljósri óvild og hótunum sem eingöngu eru til þess fallnar að valda tjóni. Svona tal skaðar ekki bara sjávarútveg og fólkið sem þar starfar, heldur veldur það beinum þjóðhagslegum skaða. Það getur varla verið markmið nokkurrar ríkisstjórnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar. Lykilþáttur í því að tryggja verðmætasköpun fyrirtækja er fyrirsjáanleiki og traust lagaumhverfi. Með þeim hætti geta fyrirtæki best gert áætlanir til lengri tíma og hagað fjárfestingum í samræmi við þær áætlanir. Það er mikilvægt að stjórnvöld frá einum tíma til annars leggi rækt við þetta verkefni. Gangi eftir að auka verðmætasköpun vegnar okkur nefnilega öllum betur. Af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar má skilja að henni sé að einhverju leyti umhugað um þetta. En er það raunverulega svo? Hótanir formanns Flokks fólksins Nú hefur formaður Flokks fólksins hið minnsta í þrígang, jafnvel oftar, frá því ríkisstjórn var mynduð haft í frammi það sem verður ekki skilið öðruvísi en hótanir í garð einnar helstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar og burðarstólpa verðmætasköpunar. Orð í þá veru féllu í Kryddsíld Stöðvar tvö og í fréttum á sömu sjónvarpsstöð í liðinni viku bætti hún um betur og sagði að fiktað yrði þannig í sjávarútvegi að aðilar innan greinarinnar væru nú skjálfandi á beinunum. Og enn var formaðurinn í sama gírnum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hún sagði að ráðist yrði að vigtun, ísun og aflaverðmæti. Ég viðurkenni að ég er hugsi yfir þessari nálgun formannsins. Er eitthvað gott fengið með því segja fólki og fyrirtækjum að hræðast einhverjar óljósar yfirvofandi athafnir eða ákvarðanir stjórnvalda? Auðvitað hefur þetta engin jákvæð áhrif og allra síst á atvinnugrein sem býr við óútreiknanlega duttlunga náttúrunnar og sviptivinda í alþjóðasamfélaginu. Ég skal taka að mér að útskýra hið minnsta tvennt nokkuð augljóst fyrir formanninum. Hefur heil atvinnugrein haft rangt við? Í fyrsta lagi starfa þúsundir í sjávarútvegi um allt land. Undir því getur engin atvinnugrein setið að hafðar séu í frammi óljósar ásakanir forystumanns í ríkisstjórn um að fólk sem í greininni starfi hafi á einhvern hátt starfað í trássi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli eða kjarasamninga. Þótt illa sé hægt að átta sig á því hvert formaðurinn er að fara þegar vísað er til vigtunar, ísunar eða verðmæta úr sjó, þá gilda um allt þetta skýr lög með skilvirku eftirliti ýmissa stofnana ríkisins og jafnvel kjarasamningar. Þessi hræðsluáróður formannsins gerir ekki annað en kynda undir reiði hjá starfsfólki sem hefur með þessi mál að gera í störfum sínum og óvissu um framtíð. Það er ekki stórmannleg framkoma af hálfu formannsins. Hræðsla og óvissa dregur úr verðmætasköpun Í öðru lagi þarf miklar fjárfestingar til þess að gera verðmæti úr sjávarauðlindinni og tryggja samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum. Sé það einlægur vilji formannsins að sjávarútvegur „skjálfi á beinunum“ af hræðslu við það sem koma skal, þá hefur honum líklega með tali sínu tekist að ná því fram að fyrirtæki í sjávarútvegi haldi að sér höndum í fjárfestingum. Eins og áður sagði er það nefnilega fyrirsjáanleiki sem tryggir að aðilar taki áhættu og fjárfesti til lengri tíma. Það gera þeir ekki skjálfandi á beinunum vegna þess sem koma skal. Fjárfestingar skipta öllu máli Samdráttur í fjárfestingum er raunar aðkallandi áhyggjuefni. Miðað við opinberar tölur hefur fjárfesting í fiskveiðum einmitt dregist töluvert saman umliðin tvö ár. Með hliðsjón af aldri skipaflota hafa SFS metið að fjárfesting í fiskiskipum megi ekki vera minni en um 20 milljarðar króna ár hvert. Takist það er endurnýjun skipaflotans í nokkuð eðlilegum takti, olíunotkun verður minni, gæði afla meiri og öryggi sjómanna tryggara. Verðmætasköpun verður þannig meiri fyrir vikið. Fjárfesting liðinna tveggja ára er hvergi nærri þessum 20 milljörðum króna, líkt og greina má af mynd. Vafalaust eru nokkrir samverkandi þættir þar að baki. Má þar helst nefna verri afkomu og horfur, auk verulegrar réttaróvissu sem skapaðist í tíð fyrri ríkisstjórnar þegar endurskoða átti alla löggjöf sjávarútvegs í einu vetfangi. Og næstu tvö ár hið minnsta verða að líkindum áþekk. Aðeins tvö stærri skip eru í smíðum og munu koma inn í flotann í árunum 2025 og 2026; annað þeirra kemur til Hafnar í Hornafirði á þessu ári og hitt til Ísafjarðar á næsta ári. Þótt þetta séu að sönnu ánægjuleg tíðindi, þá er þetta ekki burðug endurnýjun þegar litið er til skipaflotans í heild og aldurs hans. Í þessu ljósi sérstaklega er þeim mun mikilvægara að stjórnvöld hafi skilning á því að óvissa og lítill fyrirsjáanleiki munu aðeins gera snúna stöðu verri. Stöðnun í fjárfestingum í skipum leiðir til þess að verðmætasköpun til lengri tíma verður minni, markmiðum í loftslagsmálum verður síður náð og framlag sjávarútvegs til hagvaxtar og lífskjara okkar allra verður þar með minna. Þarf að auka óvissuna? Undanfarna daga hafa nokkur skip leitað að loðnu við Ísland. Það getur skipt þjóðarbúið tugum milljarða að loðna finnist. Þetta er náttúruleg óvissa og eitthvað sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að fást við alla tíð. Hjá henni verður ekki komist. Fleiri mætti telja til; sýkingu í síldarstofninum, horfinn humar, verulegan samdrátt í karfa og óvissu um göngu makríls inn í íslenska lögsögu. Við bætist viðkvæm staða í alþjóðamálum, sem sannarlega getur og hefur haft áhrif á afkomu fyrirtækja. Óvissa er því næg í íslenskum sjávarútvegi og við henni þarf að bregðast á hverjum tíma. Sjávarútvegur skelfur ekki á beinunum vegna orðagjálfurs. Hann einfaldlega tekst á við það sem að höndum ber hverju sinni, eins og hann hefur alltaf gert. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að sjávarútvegur er grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og ein styrkasta stoð efnahagslegrar hagsældar. Það er því ekki gæfulegt að bæta enn við óvissu með augljósri óvild og hótunum sem eingöngu eru til þess fallnar að valda tjóni. Svona tal skaðar ekki bara sjávarútveg og fólkið sem þar starfar, heldur veldur það beinum þjóðhagslegum skaða. Það getur varla verið markmið nokkurrar ríkisstjórnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun