Býður sig fram til formanns Siðmenntar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 22:07 Arndís Anna var alþingismaður Pírata árin 2021 - 2024 Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi. Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi.
Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira