Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 10:37 Maður selur minnjagripi um almyrkva við Níagarafossa á landamærum Kanada og Bandaríkjanna í fyrra. Björn Berg Gunnarsson (t.h.) varar við því að undirbúningur fyrir almyrkva á á Íslandi á næsta ári sé of takmarkaður. Vísir/EPA Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Almyrkvi verður á sólu síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst á næsta ári. Slíkir myrkvar eru aðeins sjáanlegir frá afmörkuðum hluta jarðarinnar hverju sinni og margir gera sér því sérferð þangað sem almyrkvar sjást. Dæmi eru um að almyrkvaáhugamenn hafi bókað sér hótelgistingu á Íslandi með átta ára fyrirvara vegna myrkvans á næsta ári. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, varar við því að Íslendingar séu of værurkærir í aðdraganda myrkvans. Gistipláss á landinu séu nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar séu fáanlegir. Að minnsta kosti tíu skemmtiferðaskip séu væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið sé að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með löngum fyrirvara. Hann bendir á í grein á Vísi að þegar almyrkvi sást frá Færeyjum fyrir áratug hafi tugir erlenda fjölmiðla sótt eyjarnar heim. Efnahagsleg áhrif almyrkva sem sást í Bandaríkjunum í fyrra hafi numið meira en 800 milljörðum króna. Gistirými hafi selst upp og gistinætur rokið upp í veðri. Á helstu svæðum á slóð myrkvans hafi gistiverð tvöfaldast og alls kyns hliðarstarfsemi hafi verið komið upp með góðum fyrirvara, þar á meðal sólmyrkvahátíðum og sölu á varningi. „Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning,“ skrifar Björn í grein sinni. Ekki hægt að redda sér með gámagistingu Íslendingar þurfi að vera tilbúnir til þess að geta hagnast á viðburðinum. Ef þeim sé alvara með því að laða betur borgandi ferðamenn til landsins verði það ekki gert með því að taka við sér þegar allt sé þegar orðið fullt rétt fyrir myrkvann og ætla að redda sér með gámagistingu. „Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart,“ skrifar Björn. Almyrkvinn sé í um mínútu í Reykjavík og verður sá fyrsti sem sést frá borginni í tæp sex hundruð ár. Sá næsti verður sýnilegur frá Reykjavík árið 2245. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg samkvæmt vefsíðunni Sólmyrkva 2026. Deildarmyrkvi sem sást frá Íslandi árið 2015 vakti mikla athygli. Þá huldi tunglið tæplega 98 prósent sólarinnar á himninum fyrir ofan Reykjavík en 99,5 prósent á Austurlandi.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Geimurinn Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira