Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 14:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. Þingfundur hófst með nokkrum látum klukkan hálf tvö í dag þegar nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir að kveða sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Fyrstur óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, eftir að fá að bera af sér sakir. Vill að Jóhann Páll gangist við því að hafa borið upp rangar sakir „Í stefnuræðuumræðu í gærkvöldi sakaði hæstvirtur umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra mig um að ljúga hér blákalt að þingheimi. Þegar ég sannarlega vísaði í útsenda ræðu, ég tók eftir því að stefnuræða forsætisráðherra hafði breyst sem er nú breyting frá hefð, þannig ég vísaði sérstaklega í útsenda ræðu þegar ég vitnaði til þess að ekki hafi verið fjallaður stafkrókur um verkföll kennara eða áhrif þeirra á börn,“ sagði Sigurður Ingi. „En ráðherra gekk lengra. Hann hélt því fram að engin jarðgöng hefðu verið gerð þegar Dýrafjarðargöng voru opnuð 2020 og sá sem hér stendur gerði það og kláraði. Hann hélt því líka fram að engin virkjun yfir tíu megavött hefði verið unnin á síðastliðnum sjö árum. Það er alrangt,“ sagði Sigurður Ingi um leið og hann rifjaði upp heimsókn ráðherrans Jóhanns Páls á Suðurnesjum um daginn þar sem 55 megavatta virkjun verði opnuð í haust. „Hann hefði kannski fengið upplýsingar um að Reykjanesvirkjun var opnuð 2021, sem er 30 megavatta virkjun“ sagði Sigurður Ingi. „Ég fer fram á það frú forseti að hæstvirtur ráðherra gangist við því að hafa borið mig söngum sökum í gær og sakað mig um lygi þegar ég var ekki að ljúga.“ Þingforseti uppskar hlátur í salnum Þá óskaði flokksystir Sigurðar Inga, Ingibjörg Isaksen, eftir orðinu um fundarstjórn forseta. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, uppskar hlátrarsköll í þingsal þegar hún sagði að henni þætti fundarstórn sín reyndar „hafa verið mjög góð hingað til.“ Ingibjörg lýsti yfir vonbrigðum sínum með stefnuræður gærkvöldsins. „Mér þótti miður að samflokksráðherra hæstvirts forsætisráðherra var að saka formann Framsóknar um lygar,“ sagði Ingibjörg. Benti hún á að þingmenn hafi fengið ræðu forsætisráðherra afhenta, lögum samkvæmt, tveimur dögum fyrir flutning hennar líkt og hefð er fyrir. Það sé til marks um vanvirðingu við þingmenn að mati Ingibjargar að forsætisráðherra hafi gert breytingar á ræðu sinni án þess að upplýsa um breytingarnar. „Mér finnst þetta ekki gott upphaf á nýju kjörtímabili,“ sagði Ingibjörg. „Klárt brot“ á þingskaparlögum Þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna tóku einnig upp hanskann fyrir Sigurð Inga. „Er nýjum stjórnarmeirihluta algjörlega fyrirmunað að bera virðingu fyrir einni einustu reglu sem er hér í þessu húsi á Alþingi Íslendinga?“ spurði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Að breyta stefnuræði er klárt brot á þingskaparlögum og það er ástæða fyrir því. Hún er meðal annars sú að það ógéðfellda atriði sem gerðist hér í gær, að háttvirtur þingmaður Sigurður Ingi Jóhannsson er leiddur í gildru og svo er öskrað á hann af samflokksmanni þess sem hannaði gildruna fyrir að hafa stigið ofan í hana,“ sagði Hildur sem var ekki skemmt. Ólíkt nokkrum öðrum þingmönnum sem heyrðust flissa í salnum þegar Hildur sagði Sigurð Inga hafa leiddan í gildru. Þessu hefði þingforseti átt að bregðast við, enda sé forseti Alþingis þingforseti alls þingsins en ekki aðeins Samfylkingarinnar. Miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason tók þá undir með því sem fram kom í máli fyrri ræðumanna. „Í minninu þá man ég að minnsta kosti eftir tveimur tilvikum þar sem forsætisráðherra gerði smávægilegar breytingar á ræðu sinni á fyrri stigum og í bæði skiptin voru þingmenn látnir vita,“ sagði Bergþór. Þetta sé til marks um að ný ríkisstjórn kunni ekki að fara með það vald sem hún hafi nýverið öðlast að mati Bergþórs. „Bragurinn núna er alls ekki góður,“ sagði Bergþór um leið og hann kvatti ráðherra til að gæta betur að þessu í framtíðinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þingfundur hófst með nokkrum látum klukkan hálf tvö í dag þegar nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir að kveða sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Fyrstur óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, eftir að fá að bera af sér sakir. Vill að Jóhann Páll gangist við því að hafa borið upp rangar sakir „Í stefnuræðuumræðu í gærkvöldi sakaði hæstvirtur umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra mig um að ljúga hér blákalt að þingheimi. Þegar ég sannarlega vísaði í útsenda ræðu, ég tók eftir því að stefnuræða forsætisráðherra hafði breyst sem er nú breyting frá hefð, þannig ég vísaði sérstaklega í útsenda ræðu þegar ég vitnaði til þess að ekki hafi verið fjallaður stafkrókur um verkföll kennara eða áhrif þeirra á börn,“ sagði Sigurður Ingi. „En ráðherra gekk lengra. Hann hélt því fram að engin jarðgöng hefðu verið gerð þegar Dýrafjarðargöng voru opnuð 2020 og sá sem hér stendur gerði það og kláraði. Hann hélt því líka fram að engin virkjun yfir tíu megavött hefði verið unnin á síðastliðnum sjö árum. Það er alrangt,“ sagði Sigurður Ingi um leið og hann rifjaði upp heimsókn ráðherrans Jóhanns Páls á Suðurnesjum um daginn þar sem 55 megavatta virkjun verði opnuð í haust. „Hann hefði kannski fengið upplýsingar um að Reykjanesvirkjun var opnuð 2021, sem er 30 megavatta virkjun“ sagði Sigurður Ingi. „Ég fer fram á það frú forseti að hæstvirtur ráðherra gangist við því að hafa borið mig söngum sökum í gær og sakað mig um lygi þegar ég var ekki að ljúga.“ Þingforseti uppskar hlátur í salnum Þá óskaði flokksystir Sigurðar Inga, Ingibjörg Isaksen, eftir orðinu um fundarstjórn forseta. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, uppskar hlátrarsköll í þingsal þegar hún sagði að henni þætti fundarstórn sín reyndar „hafa verið mjög góð hingað til.“ Ingibjörg lýsti yfir vonbrigðum sínum með stefnuræður gærkvöldsins. „Mér þótti miður að samflokksráðherra hæstvirts forsætisráðherra var að saka formann Framsóknar um lygar,“ sagði Ingibjörg. Benti hún á að þingmenn hafi fengið ræðu forsætisráðherra afhenta, lögum samkvæmt, tveimur dögum fyrir flutning hennar líkt og hefð er fyrir. Það sé til marks um vanvirðingu við þingmenn að mati Ingibjargar að forsætisráðherra hafi gert breytingar á ræðu sinni án þess að upplýsa um breytingarnar. „Mér finnst þetta ekki gott upphaf á nýju kjörtímabili,“ sagði Ingibjörg. „Klárt brot“ á þingskaparlögum Þingmenn hinna stjórnarandstöðuflokkanna tóku einnig upp hanskann fyrir Sigurð Inga. „Er nýjum stjórnarmeirihluta algjörlega fyrirmunað að bera virðingu fyrir einni einustu reglu sem er hér í þessu húsi á Alþingi Íslendinga?“ spurði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Að breyta stefnuræði er klárt brot á þingskaparlögum og það er ástæða fyrir því. Hún er meðal annars sú að það ógéðfellda atriði sem gerðist hér í gær, að háttvirtur þingmaður Sigurður Ingi Jóhannsson er leiddur í gildru og svo er öskrað á hann af samflokksmanni þess sem hannaði gildruna fyrir að hafa stigið ofan í hana,“ sagði Hildur sem var ekki skemmt. Ólíkt nokkrum öðrum þingmönnum sem heyrðust flissa í salnum þegar Hildur sagði Sigurð Inga hafa leiddan í gildru. Þessu hefði þingforseti átt að bregðast við, enda sé forseti Alþingis þingforseti alls þingsins en ekki aðeins Samfylkingarinnar. Miðflokksmaðurinn Bergþór Ólason tók þá undir með því sem fram kom í máli fyrri ræðumanna. „Í minninu þá man ég að minnsta kosti eftir tveimur tilvikum þar sem forsætisráðherra gerði smávægilegar breytingar á ræðu sinni á fyrri stigum og í bæði skiptin voru þingmenn látnir vita,“ sagði Bergþór. Þetta sé til marks um að ný ríkisstjórn kunni ekki að fara með það vald sem hún hafi nýverið öðlast að mati Bergþórs. „Bragurinn núna er alls ekki góður,“ sagði Bergþór um leið og hann kvatti ráðherra til að gæta betur að þessu í framtíðinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira