Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar 13. febrúar 2025 19:03 Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi. Það var bæði gleðilegt og eilítið sorglegt að lesa nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um trjágróður og grænar lausnir í þéttbýli. Mikilvægi trjágróðurs í þéttbýli og gagnsemi hans er vel þekkt og rannsakað. Tré veita verðmæta vistkerfisþjónustu, styðja lífríkið og hafa afar jákvæð áhrif á lýðheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að tré draga úr loftmengun, bæta andlega líðan, draga úr streitu og geta jafnvel tengst lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Á sama tíma er dapurlegt að sjá hve langt við Íslendingar erum á eftir frændþjóðum okkar. Þrátt fyrir að aðstæður til trjáræktar hér á landi séu ágætar, stöndum við langt að baki Færeyingum, hvað þá öðrum Norðurlandaþjóðum, ef Grænlendingar eru undanskildir. Á Íslandi eru mun færri tré og aðgangur að grænum svæðum lakari en annars staðar á Norðurlöndum. Aðeins 40% íslenskra bygginga uppfylla viðmiðið um að hægt sé að sjá þrjú stór tré frá þeim, á meðan hlutfallið er á bilinu 70–97% í hinum Norðurlöndunum. Laufþekjan í íslensku þéttbýli er líka hverfandi lítil: aðeins 4% íslenskra bygginga eru í hverfum þar sem laufþekjan nær 30%, samanborið við 92% í Finnlandi, 80% í Svíþjóð og 19% í Færeyjum. Að sama skapi þurfa Íslendingar að jafnaði að fara 328 metra til að komast á vandað grænt útivistarsvæði, á meðan vegalengdin er einungis 23 metrar í Finnlandi, 27 metrar í Svíþjóð og 61 metri í Danmörku. Hér er tækifæri til að gera mikilvægar úrbætur. Skýrslan setur fram fjölmargar gagnlegar tillögur. Til dæmis þarf að tryggja að trjágróður og græn svæði víki ekki fyrir þéttingu byggðar. Í nýbyggingum ætti að vera fullnægjandi laufþekja og gott aðgengi að grænum svæðum. Einnig er brýnt að varðveita og hlúa að þeim trjám sem fyrir eru í borgarlandslaginu, sérstaklega eldri trjám, enda veita þau mun meiri vistkerfisþjónustu en smærri tré. Kannski eru þó mikilvægustu tilmælin þau sem snúa að skipulagi og framtíðarsýn – að „flétta trjáræktarstefnu inn í almenna skipulags- og þróunarstefnu í þéttbýli.“ Þetta er markmið sem allt áhugafólk um skógrækt, umhverfismál, lýðheilsu og gott borgarlíf ætti að geta sameinast um. Trjáræktarstefna ætti að vera lykilþáttur í skipulagi og uppbyggingu þéttbýlissvæða – svo að daglegt umhverfi okkar snúist ekki einungis um steypu heldur einnig gróður og gleði. Það líður öllum betur í grónu umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun