Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun