Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:00 Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra.