„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Jannik Sinner gerði samkomulag við lyfjaeftirlitið sem Liam Broady er lítt hrifinn af. getty Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira