Innlent

Stór skjálfti í Bárðar­bungu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hristingskort sem sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir upp úr 21 í Bárðarbungu.
Hristingskort sem sýnir áhrif skjálftans sem reið yfir upp úr 21 í Bárðarbungu. Veðurstofa Íslands

Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofa Íslands.

Skjálftinn í kvöld er sá stærsti sem hefur mælst  síðan 14. janúar síðastliðinn þegar nokkuð kröftug hrina átti sér stað að morgni dags. Eftir stóra skjálftann mældust ellefu skjálftar, allir undir 2 að stærð.

Alls hafa tólf skjálftar mælst í Bárðarbungu síðasta árið yfir 4 að stærð, sá stærsti var 5,4 þann 21. apríl 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×