Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:10 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá. Í samráðsgáttinni segir að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, leggi til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verði framlengdur til eins árs. Þriggja prósentustiga lækkun Sú breyting sé gerð frá fyrri lögum að hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda geti samkvæmt frumvarpinu ekki orðið hærri en sem nemur 22 prósent af fjárveitingu til verkefnisins en áður hafi verið miðað við 25 prósent. Í fyrra var tæplega 551 milljón króna úthlutað til 27 fjölmiðla. Langmest fengu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, og Sýn, útgáfufélag Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, 124 milljónir króna hvort. Breytingin hefur takmörkuð áhrif Sem áður segir verður hámarksstyrkur lækkaður úr fjórðungi heildarúthlutunar í 22 prósent. Breytingin ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á styrkveitingar, enda hlaut enginn fjölmiðill fjórðung styrkjanna í sinn hlut. Árvakur og Sýn hlutu 22,49 prósent heildarúthlutunar hvort. Því myndi lækkun aðeins nema tæplega hálfri prósentu, að því gefnu að aðrar breytur haldist óbreyttar. Heildarendurskoðun hafin Í samráðsgáttinni segir að vinna við endurskoðun ákvæða kafla fjölmiðlalaga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé þegar hafin og frumvarp sem festir í sessi stuðning til einkarekinna fjölmiðla verði lagt fram á haustþingi. „Af þeim sökum er gildistími kaflans einungis til næstu áramóta. Var það metið sem svo að vinna við endurskoðun væri ekki komin á það stig að unnt væri að leggja fram frumvarp með endurskoðuðum ákvæðum á vorþingi, en til þess að tryggja stuðning við fjölmiðla á árinu 2025 þykir nauðsynlegt að taka upp ákvæði um stuðning til einkarekinna fjölmiðla sem gilda meðan verið er að ljúka vinnu við endurskoðun stuðningsins. Áætlað er að til úthlutunar á árinu verði sambærileg upphæð og hefur verið.“ Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, leggi til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verði framlengdur til eins árs. Þriggja prósentustiga lækkun Sú breyting sé gerð frá fyrri lögum að hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda geti samkvæmt frumvarpinu ekki orðið hærri en sem nemur 22 prósent af fjárveitingu til verkefnisins en áður hafi verið miðað við 25 prósent. Í fyrra var tæplega 551 milljón króna úthlutað til 27 fjölmiðla. Langmest fengu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, og Sýn, útgáfufélag Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, 124 milljónir króna hvort. Breytingin hefur takmörkuð áhrif Sem áður segir verður hámarksstyrkur lækkaður úr fjórðungi heildarúthlutunar í 22 prósent. Breytingin ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á styrkveitingar, enda hlaut enginn fjölmiðill fjórðung styrkjanna í sinn hlut. Árvakur og Sýn hlutu 22,49 prósent heildarúthlutunar hvort. Því myndi lækkun aðeins nema tæplega hálfri prósentu, að því gefnu að aðrar breytur haldist óbreyttar. Heildarendurskoðun hafin Í samráðsgáttinni segir að vinna við endurskoðun ákvæða kafla fjölmiðlalaga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé þegar hafin og frumvarp sem festir í sessi stuðning til einkarekinna fjölmiðla verði lagt fram á haustþingi. „Af þeim sökum er gildistími kaflans einungis til næstu áramóta. Var það metið sem svo að vinna við endurskoðun væri ekki komin á það stig að unnt væri að leggja fram frumvarp með endurskoðuðum ákvæðum á vorþingi, en til þess að tryggja stuðning við fjölmiðla á árinu 2025 þykir nauðsynlegt að taka upp ákvæði um stuðning til einkarekinna fjölmiðla sem gilda meðan verið er að ljúka vinnu við endurskoðun stuðningsins. Áætlað er að til úthlutunar á árinu verði sambærileg upphæð og hefur verið.“
Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira