Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Stefanía Benónísdóttir skrifa 26. febrúar 2025 11:30 Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar