Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar 27. febrúar 2025 15:00 Þessi grein er framhald greinar sem birt var eftir mig hér á Vísi í gær þar sem fjallað var um rithandarrannsóknir í ákveðnu dómsmáli þangað til því var lokið fyrir héraðsdómi. Niðurstaða héraðsdóms var að ég hefði sjálfur undirritað greiðsluviðurkenningar sem ég hafði alls ekki gert. Ég áfrýjaði til Hæstaréttar (það var áður en Landsréttur var stofnaður). De Klipper tókst að tefja framgang málsins um fjóra mánuði. Ég ákvað að nota tækifærið til þess að fá hingað ítalskan skjalasérfræðing, Francesco Dellavalle að nafni. Hann fékk leyfi til þess að ljósmynda greiðsluviðurkenningarnar á reikningunum í dómsal í gegnum smásjá meðan infrarautt ljós var látið skína á þær. Þá sést í gegnum blekið eins og væri það tært vatn þannig að farið eftir pennann sést í smáatriðum. Honum fannst eitthvað ekki passa. Við kölluðum því til rithandarsérfræðing sem hann taldi af-bragðs góðan, Antonio Schirinzi að nafni sem einnig var ítalskur. Hann fékk afhentar greinargerðar hinna dómkvöddu sérfræðinga en vissi ekkert um mína vinnu að málinu, enda var hún ekki alveg tilbúin. Niðurstöður voru á þá leið að góður falsari ætti í fyrsta lagi auðvelt með að líkja eftir undir-ritunum mínum. Í öðru lagi taldi hann ljóst að hin umdeilda ritun væri einfaldari en í minni skrift (færri stafagerðir). Í þriðja lagi taldi hann að ég ritaði dálítið lausar en falsarinn. Í fjórða lagi skoðaði hann leiðréttingarnar í undirritununum og komst að því að unnt hefði verið að gera þær eftir að penninn hefði verið tekinn upp. Hann taldi þetta mikilvægar vísbendingar um að ég hefði ekki undirritað greiðsluviðurkenningarnar sem þó dygðu ekki beinlínis til sönnunar á því. Skriftin sjálf væri ótrúlega lík. Þessar niðurstöður voru í góðu samræmi við mínar. Ég gerði mér á hinn bóginn grein fyrir því að þetta væri einungis áfangi að því að leiða sannleikann í ljós. Þar sem stutt var þangað til ég þurfti að skila lokagreinargerð til Hæstaréttar áður en málið yrði tekið fyrir ráðlagði hann mér að leggja áherslu á hve auðvelt væri að líkja eftir minni skrift. Hann bauðst til þess að leiðbeina Helgu til þess að hún gæti fullkomnað eftirlíkingar sínar. Hún tók vel í reyna enn einu sinni og náði fljótt þeirri færni sem hann taldi nægja. Mér virtust eftirlíkingar hennar vera þar með orðnar jafn góðar og hjá falsaranum. Ég setti mig í samband við ýmsa sérfræðinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilgangurinn var að biðja þá um að gefa álit á því hvort góður ritari ætti of auðvelt með að líkja eftir mínum undir-skriftum til þess að unnt væri að leggja mat á hvort ritunin væri mín eða fölsun. Flestir voru of uppteknir til þess að þeir gætu tekið málið að sér. Þeim sem gátu það sendi ég sannanlega eigin undirritanir, eftirlíkingar Helgu og hinar fölsuðu undirskriftir. Eftirlíkingar hennar voru allar ritaðar fyrir framan lögbókanda, starfsmann sýslumanns, sem staðfesti með áritun á skjölin að það hefði verið hún sem ritaði. Upprunalega stefndi ég að því að fá fjóra sérfræðinga af ýmsum þjóðernum en endaði með sex, þar af unnu tveir saman þannig að álitin urðu fimm og það sem enn betra var að þau voru öll sam-hljóða um að allt of auðvelt væri að líkja eftir minni skrift til þess að unnt væri að meta hvort hún væri mín eða einhvers annars sem hefði tekið að sér að falsa hana. Auk þess töldu þrír af sex sig sjá greinilegar vísbendingar um fölsun í ritun falsarans. Samt sem áður höfðu þeir ekki verið beðnir um að líta til þess. Niðurstöðurnar komu rétt í tíma til þess að ég gæti sent þær Hæstarétti. Hins vegar komu þær ekki að neinu gagni fyrir honum. Hann tók ekkert tillit til þeirra og staðfesti dóm héraðsdóms um að ég hefði ranglega ásakað hinn erlenda aðila um að greiða ekki sínar skuldir. Hér finnst mér sannleiksástina vanta í störf Hæstaréttar. Þrátt fyrir það að ég hefði tapað málinu fyrir dómstólum hélt ég áfram. Ég bað sérfræðinginn um að halda áfram og skoða það sem ég hefði unnið. Fljótlega kom í ljós að hann var allt of störfum hlaðinn til þess að geta það á ásættanlegum tíma. Ég ákvað að snúa mér að þeim tveimur sérfræðingum sem höfðu skilað sameiginlegri niðurstöðu um að undirskriftir mínar væru of auðveldar að líkja eftir til þess að unnt væri að ákvarða hvort þær væru mínar eða eftirlíkingar. Þær voru Ítalir og meðal þeirra þriggja sem töldu sig sjá vísbendingar um fölsun. Önnur þeirra, og sú sem rak stofuna, heitir Lorella Lorenzoni. Hún byggir í grundvallaratriðum sérfræði sína sem rithandarsérfræðingur á heimspeki en hin, sem heitir Bruna Pascali, á lögfræði. Ég sendi þeim allt sem komið hafði fram í málinu. Meðal annars allar greinargerðir sem ritaðar höfðu verið og allt um það sem ég hafði gert, meðal annars um regluna í vali á stafagerðum. Þær staðfestu margt af mínum gögnum á þann veg að það væru mínar niðurstöður sem þær hefðu sannreynt að væru réttar. Þær fóru einnig í gegnum niðurstöður annarra á sama hátt en höfnuðu eins og í mínu tilfelli þeim sem þeim fannst ekki nægilega öruggar eða ekki standast. Þær bættu hins vegar við mörgum niðurstöðum sem voru þeirra eigin og reyndust afgerandi í málinu. Greinargerðin var um 200 blaðsíður að lengd. Vissulega fylltu skýringarmyndir meginhlutann af henni. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: Fyrir utan það að ég þrýsti aðeins lausar með pennanum niður á pappírinn þegar ég skrifaði væri þrýstingsdreifingin greinilega önnur hjá mér en í undirritunum sem væru ætlaðar mér. Svokölluð grunnlína skriftarinnar væri öðru vísi hjá mér en hjá falsaranum. Hjá mér væru ákveðnir hnökrar á því að hún væri bein auk þess sem hún væri því sem næst lárétt. Minni hnökrar, og öðru vísi hnökrar, voru á því að hún væri bein hjá falsaranum auk þess sem tilhneiging væri til þess hjá honum að hún hallaði upp á við. Undirritunin væri að meðaltali lengri hjá honum sem væri sterk vísbending um að hún væri rituð hægar sem benti ákveðið til fölsunar. Ég héldi á pennanum þannig að hann væri á ská. Falsarinn héldi hins vegar á honum þannig að hann beindist því sem næst lóðrétt niður. Þegar kúlupenna væri haldið á ská kæmi dálítið kögur á barmana á farinu sem myndaðist við ritunina en þegar pennanum er beint svo til lóðrétt niður á blaðsíðuna væri hún laus við það. Þetta sést illa með berum augum nema skriftin sé stækkuð nokkuð mikið. Þá verður kögrið áberandi. Þar fyrir utan bentu þær á ýmislegt, einkum tilhneigingar í hinni fölsuðu skrift sem töldust vísbendingar, bæði stórar og smáar, um að ritunin væri ekki mín. Þær töldu öruggt að hin umdeilda skrift væri ekki mín. Sú sem rak stofuna var formaður í nefnd sem vann að því að koma á fót alþjóðlegri ráðstefnu þar sem fjalla átti um erfiðar rithandarrannsóknir. Ákveðið var að mitt mál yrði aðalmálefni hennar og að ég héldi aðalerindið sem fjallaði mest um regluna í vali falsarans á stafagerðum. Bæði verkefnið sem slíkt í meðhöndlun ítölsku sérfræðinganna og sú aðferð að skoða reglu í vali á stafagerðum hafa fengið nokkra athygli á Ítalíu. Ég hef frétt bæði af áhuga háskólamanna og einnig af notkun hennar sem dæmum á námskeiðum fyrir sérfræðinga sem eru að afla sér frekari menntunar á sviðinu. Það vantaði ekki að niðurstöður sérfræðinganna væru skýrar og ákveðnar. Hins vegar fannst mér útskýringar þeirra stundum vera langar og ekki alltaf nægilega skiljanlegar. Að sumu leyti var menntun og bakgrunnur ólíkur mínum en að sumu leyti einnig að Ítali var að rita á ensku. Mér fannst það grundvallaratriði að ég gæti sjálfur skilið og útskýrt hvert einasta atriði. Ég brá því á það ráð að fá sérfræðing frá Írlandi til þess að yfirfara skýrsluna og gera nýja eftir sínu höfði. Hann var verkfræðingur eins og ég. Hann var einn af þeim sem höfðu gefið álit á því hvort góður ritari ætti auðvelt með að líkja eftir mínum undirritunum. Hann var útbúinn tölvukerfi sem gerði honum fært að mæla stafi og bil milli stafa með nákvæmni sem nam einum tíunda úr millimetra. Hann skilaði greinargerð þar sem hann staðfesti langflest af því sem ég og starfsbræður hans á Ítalíu höfðu komið fram með auk þess sem hann bætti við uppgötvunum úr eigin ranni. Þegar upp var staðið skipti fjöldi vísbendinga um fölsun mörgum tugum sem samanlagt gerðu sterka vísbendingu fyrir fölsuninni. Fjöldinn var vegna margra atriða sem lutu að tilhneigingu í gerð stafa, lengd á bilum milli þeirra auk þeirra sem þegar er getið. Hann vildi ekki staðfesta niðurstöðuna um mismunandi halla á pennanum vegna þess að hann hefði ekki séð frumritið og ekkert plagg væri til um að beinlínis hefði verið rannsakað hvort fölsunin hefði verið gerð með kúlupenna. Hins vegar höfðu þeir sérfræðingar sem höfðu unnið með frumritið kveðið upp úr með það að um væri að ræða kúlupennablek og ritunin með kúlupenna. Hann kvað upp úr með það að öll líkindi væru á að um fölsun væri að ræða. Hann yrði að vinna með frumrit til þess að hann gæti fullyrt það eitt hundrað prósent. Það væri hans prinsipp. Ítalirnir voru hins vegar á þeirri skoðun að einungis væri um að ræða smáatriði þar sem frumrit gæfu öruggari niðurstöður Ég var lengi að snurfusa niðurstöður mínar um kerfi í vali á stafagerðum í fölsuninni. Að því loknu var hópurinn í heild sammála um að þar væri komin enn ein viðbótarröksemdin fyrir fölsuninni. Rithandarannsóknir á nákvæmum eftirlíkingum undirritana eru mjög umfangsmiklar eins og ofangreind lýsing ber með sér. Kostnaður minn vegna þeirra var um 15 milljónir í heild. Er þá einungis um að ræða útlagðan kostnað við rithandarrannsóknirnar. Lögin um svokallaðar matsgerðir sem dæmt er eftir geta hugsanlega gengið í einföldustu málum þar sem til dæmis eingöngu á að verðmeta eitthvað. Ekki er þá eins mikið val á ráðum til þess að teygja málið og toga. Í flóknari málum eins og til dæmis skoðun rithandar er um allt annað að ræða. Þá er ramminn allt of stífur þannig að kerfið hreinlega hamlar því að unnt sé að leiða málið til lykta á sanngjarnan hátt. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir því að málið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þeir dómarar sem komu að málinu virtust bókstaflega ekkert vita um rithandarrannsóknir hvað þá að taka bæri þær fram fyrir greiðslugögn eins auðvelt og það er að ná til þeirra. Furðulegt er að dæmt sé í máli þeim í vil sem neitar að leggja þau fram eins augljóst sem það ætti að vera hverjum sem er að þá eru þær bókstaflega ekki til. Niðurstaðan er sú að sá aðili máls sem hefur hag af því að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn, þannig að það verði sem dýrast, getur það innan víðra marka. Hann þarf bara svolítið hugarflug til þess. Lögmaður hefur tjáð mér að sleppt hafi verið að endurbæta þennan þátt laganna, það er matsgerðir, við síðustu heildarmeðferð á þeim þannig að hann mun vera frá árinu 1936. Öllu ferlinu í sambandi við tilnefningu, dómkvaðningu og störf matsmanna verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn ætti að stjórna öllu ferlinu. Ákvarðanataka hans ætti að verða gildandi í málinu. Hann, eða einhver á hans vegum ætti að sjá um öll samskipti við matsmenn. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er að finna ýtarlegri lýsingu en hér er rituð studda skýringarmyndum. Mér virðist rithandarmálið sem hér hefur verið fjallað um vera það veigamesta af fjórum atriðum sem virtust hafa mest áhrif á dómsniðurstöðuna. Ég mun fjalla um hin atriðin í næstu grein sem ég vona að verði birt á morgun. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er framhald greinar sem birt var eftir mig hér á Vísi í gær þar sem fjallað var um rithandarrannsóknir í ákveðnu dómsmáli þangað til því var lokið fyrir héraðsdómi. Niðurstaða héraðsdóms var að ég hefði sjálfur undirritað greiðsluviðurkenningar sem ég hafði alls ekki gert. Ég áfrýjaði til Hæstaréttar (það var áður en Landsréttur var stofnaður). De Klipper tókst að tefja framgang málsins um fjóra mánuði. Ég ákvað að nota tækifærið til þess að fá hingað ítalskan skjalasérfræðing, Francesco Dellavalle að nafni. Hann fékk leyfi til þess að ljósmynda greiðsluviðurkenningarnar á reikningunum í dómsal í gegnum smásjá meðan infrarautt ljós var látið skína á þær. Þá sést í gegnum blekið eins og væri það tært vatn þannig að farið eftir pennann sést í smáatriðum. Honum fannst eitthvað ekki passa. Við kölluðum því til rithandarsérfræðing sem hann taldi af-bragðs góðan, Antonio Schirinzi að nafni sem einnig var ítalskur. Hann fékk afhentar greinargerðar hinna dómkvöddu sérfræðinga en vissi ekkert um mína vinnu að málinu, enda var hún ekki alveg tilbúin. Niðurstöður voru á þá leið að góður falsari ætti í fyrsta lagi auðvelt með að líkja eftir undir-ritunum mínum. Í öðru lagi taldi hann ljóst að hin umdeilda ritun væri einfaldari en í minni skrift (færri stafagerðir). Í þriðja lagi taldi hann að ég ritaði dálítið lausar en falsarinn. Í fjórða lagi skoðaði hann leiðréttingarnar í undirritununum og komst að því að unnt hefði verið að gera þær eftir að penninn hefði verið tekinn upp. Hann taldi þetta mikilvægar vísbendingar um að ég hefði ekki undirritað greiðsluviðurkenningarnar sem þó dygðu ekki beinlínis til sönnunar á því. Skriftin sjálf væri ótrúlega lík. Þessar niðurstöður voru í góðu samræmi við mínar. Ég gerði mér á hinn bóginn grein fyrir því að þetta væri einungis áfangi að því að leiða sannleikann í ljós. Þar sem stutt var þangað til ég þurfti að skila lokagreinargerð til Hæstaréttar áður en málið yrði tekið fyrir ráðlagði hann mér að leggja áherslu á hve auðvelt væri að líkja eftir minni skrift. Hann bauðst til þess að leiðbeina Helgu til þess að hún gæti fullkomnað eftirlíkingar sínar. Hún tók vel í reyna enn einu sinni og náði fljótt þeirri færni sem hann taldi nægja. Mér virtust eftirlíkingar hennar vera þar með orðnar jafn góðar og hjá falsaranum. Ég setti mig í samband við ýmsa sérfræðinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilgangurinn var að biðja þá um að gefa álit á því hvort góður ritari ætti of auðvelt með að líkja eftir mínum undir-skriftum til þess að unnt væri að leggja mat á hvort ritunin væri mín eða fölsun. Flestir voru of uppteknir til þess að þeir gætu tekið málið að sér. Þeim sem gátu það sendi ég sannanlega eigin undirritanir, eftirlíkingar Helgu og hinar fölsuðu undirskriftir. Eftirlíkingar hennar voru allar ritaðar fyrir framan lögbókanda, starfsmann sýslumanns, sem staðfesti með áritun á skjölin að það hefði verið hún sem ritaði. Upprunalega stefndi ég að því að fá fjóra sérfræðinga af ýmsum þjóðernum en endaði með sex, þar af unnu tveir saman þannig að álitin urðu fimm og það sem enn betra var að þau voru öll sam-hljóða um að allt of auðvelt væri að líkja eftir minni skrift til þess að unnt væri að meta hvort hún væri mín eða einhvers annars sem hefði tekið að sér að falsa hana. Auk þess töldu þrír af sex sig sjá greinilegar vísbendingar um fölsun í ritun falsarans. Samt sem áður höfðu þeir ekki verið beðnir um að líta til þess. Niðurstöðurnar komu rétt í tíma til þess að ég gæti sent þær Hæstarétti. Hins vegar komu þær ekki að neinu gagni fyrir honum. Hann tók ekkert tillit til þeirra og staðfesti dóm héraðsdóms um að ég hefði ranglega ásakað hinn erlenda aðila um að greiða ekki sínar skuldir. Hér finnst mér sannleiksástina vanta í störf Hæstaréttar. Þrátt fyrir það að ég hefði tapað málinu fyrir dómstólum hélt ég áfram. Ég bað sérfræðinginn um að halda áfram og skoða það sem ég hefði unnið. Fljótlega kom í ljós að hann var allt of störfum hlaðinn til þess að geta það á ásættanlegum tíma. Ég ákvað að snúa mér að þeim tveimur sérfræðingum sem höfðu skilað sameiginlegri niðurstöðu um að undirskriftir mínar væru of auðveldar að líkja eftir til þess að unnt væri að ákvarða hvort þær væru mínar eða eftirlíkingar. Þær voru Ítalir og meðal þeirra þriggja sem töldu sig sjá vísbendingar um fölsun. Önnur þeirra, og sú sem rak stofuna, heitir Lorella Lorenzoni. Hún byggir í grundvallaratriðum sérfræði sína sem rithandarsérfræðingur á heimspeki en hin, sem heitir Bruna Pascali, á lögfræði. Ég sendi þeim allt sem komið hafði fram í málinu. Meðal annars allar greinargerðir sem ritaðar höfðu verið og allt um það sem ég hafði gert, meðal annars um regluna í vali á stafagerðum. Þær staðfestu margt af mínum gögnum á þann veg að það væru mínar niðurstöður sem þær hefðu sannreynt að væru réttar. Þær fóru einnig í gegnum niðurstöður annarra á sama hátt en höfnuðu eins og í mínu tilfelli þeim sem þeim fannst ekki nægilega öruggar eða ekki standast. Þær bættu hins vegar við mörgum niðurstöðum sem voru þeirra eigin og reyndust afgerandi í málinu. Greinargerðin var um 200 blaðsíður að lengd. Vissulega fylltu skýringarmyndir meginhlutann af henni. Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: Fyrir utan það að ég þrýsti aðeins lausar með pennanum niður á pappírinn þegar ég skrifaði væri þrýstingsdreifingin greinilega önnur hjá mér en í undirritunum sem væru ætlaðar mér. Svokölluð grunnlína skriftarinnar væri öðru vísi hjá mér en hjá falsaranum. Hjá mér væru ákveðnir hnökrar á því að hún væri bein auk þess sem hún væri því sem næst lárétt. Minni hnökrar, og öðru vísi hnökrar, voru á því að hún væri bein hjá falsaranum auk þess sem tilhneiging væri til þess hjá honum að hún hallaði upp á við. Undirritunin væri að meðaltali lengri hjá honum sem væri sterk vísbending um að hún væri rituð hægar sem benti ákveðið til fölsunar. Ég héldi á pennanum þannig að hann væri á ská. Falsarinn héldi hins vegar á honum þannig að hann beindist því sem næst lóðrétt niður. Þegar kúlupenna væri haldið á ská kæmi dálítið kögur á barmana á farinu sem myndaðist við ritunina en þegar pennanum er beint svo til lóðrétt niður á blaðsíðuna væri hún laus við það. Þetta sést illa með berum augum nema skriftin sé stækkuð nokkuð mikið. Þá verður kögrið áberandi. Þar fyrir utan bentu þær á ýmislegt, einkum tilhneigingar í hinni fölsuðu skrift sem töldust vísbendingar, bæði stórar og smáar, um að ritunin væri ekki mín. Þær töldu öruggt að hin umdeilda skrift væri ekki mín. Sú sem rak stofuna var formaður í nefnd sem vann að því að koma á fót alþjóðlegri ráðstefnu þar sem fjalla átti um erfiðar rithandarrannsóknir. Ákveðið var að mitt mál yrði aðalmálefni hennar og að ég héldi aðalerindið sem fjallaði mest um regluna í vali falsarans á stafagerðum. Bæði verkefnið sem slíkt í meðhöndlun ítölsku sérfræðinganna og sú aðferð að skoða reglu í vali á stafagerðum hafa fengið nokkra athygli á Ítalíu. Ég hef frétt bæði af áhuga háskólamanna og einnig af notkun hennar sem dæmum á námskeiðum fyrir sérfræðinga sem eru að afla sér frekari menntunar á sviðinu. Það vantaði ekki að niðurstöður sérfræðinganna væru skýrar og ákveðnar. Hins vegar fannst mér útskýringar þeirra stundum vera langar og ekki alltaf nægilega skiljanlegar. Að sumu leyti var menntun og bakgrunnur ólíkur mínum en að sumu leyti einnig að Ítali var að rita á ensku. Mér fannst það grundvallaratriði að ég gæti sjálfur skilið og útskýrt hvert einasta atriði. Ég brá því á það ráð að fá sérfræðing frá Írlandi til þess að yfirfara skýrsluna og gera nýja eftir sínu höfði. Hann var verkfræðingur eins og ég. Hann var einn af þeim sem höfðu gefið álit á því hvort góður ritari ætti auðvelt með að líkja eftir mínum undirritunum. Hann var útbúinn tölvukerfi sem gerði honum fært að mæla stafi og bil milli stafa með nákvæmni sem nam einum tíunda úr millimetra. Hann skilaði greinargerð þar sem hann staðfesti langflest af því sem ég og starfsbræður hans á Ítalíu höfðu komið fram með auk þess sem hann bætti við uppgötvunum úr eigin ranni. Þegar upp var staðið skipti fjöldi vísbendinga um fölsun mörgum tugum sem samanlagt gerðu sterka vísbendingu fyrir fölsuninni. Fjöldinn var vegna margra atriða sem lutu að tilhneigingu í gerð stafa, lengd á bilum milli þeirra auk þeirra sem þegar er getið. Hann vildi ekki staðfesta niðurstöðuna um mismunandi halla á pennanum vegna þess að hann hefði ekki séð frumritið og ekkert plagg væri til um að beinlínis hefði verið rannsakað hvort fölsunin hefði verið gerð með kúlupenna. Hins vegar höfðu þeir sérfræðingar sem höfðu unnið með frumritið kveðið upp úr með það að um væri að ræða kúlupennablek og ritunin með kúlupenna. Hann kvað upp úr með það að öll líkindi væru á að um fölsun væri að ræða. Hann yrði að vinna með frumrit til þess að hann gæti fullyrt það eitt hundrað prósent. Það væri hans prinsipp. Ítalirnir voru hins vegar á þeirri skoðun að einungis væri um að ræða smáatriði þar sem frumrit gæfu öruggari niðurstöður Ég var lengi að snurfusa niðurstöður mínar um kerfi í vali á stafagerðum í fölsuninni. Að því loknu var hópurinn í heild sammála um að þar væri komin enn ein viðbótarröksemdin fyrir fölsuninni. Rithandarannsóknir á nákvæmum eftirlíkingum undirritana eru mjög umfangsmiklar eins og ofangreind lýsing ber með sér. Kostnaður minn vegna þeirra var um 15 milljónir í heild. Er þá einungis um að ræða útlagðan kostnað við rithandarrannsóknirnar. Lögin um svokallaðar matsgerðir sem dæmt er eftir geta hugsanlega gengið í einföldustu málum þar sem til dæmis eingöngu á að verðmeta eitthvað. Ekki er þá eins mikið val á ráðum til þess að teygja málið og toga. Í flóknari málum eins og til dæmis skoðun rithandar er um allt annað að ræða. Þá er ramminn allt of stífur þannig að kerfið hreinlega hamlar því að unnt sé að leiða málið til lykta á sanngjarnan hátt. Í lögunum virðist einungis gert ráð fyrir því að málið sé einfalt. Ef það reynist flókið lítur út fyrir að Alþingi og dómskerfið hafi lokað sig inni í því að það verði samt að vera einfalt. Þeir dómarar sem komu að málinu virtust bókstaflega ekkert vita um rithandarrannsóknir hvað þá að taka bæri þær fram fyrir greiðslugögn eins auðvelt og það er að ná til þeirra. Furðulegt er að dæmt sé í máli þeim í vil sem neitar að leggja þau fram eins augljóst sem það ætti að vera hverjum sem er að þá eru þær bókstaflega ekki til. Niðurstaðan er sú að sá aðili máls sem hefur hag af því að málið gangi fljótt fyrir sig á undir högg að sækja. Sá aðili sem vill flækja málið og draga það á langinn, þannig að það verði sem dýrast, getur það innan víðra marka. Hann þarf bara svolítið hugarflug til þess. Lögmaður hefur tjáð mér að sleppt hafi verið að endurbæta þennan þátt laganna, það er matsgerðir, við síðustu heildarmeðferð á þeim þannig að hann mun vera frá árinu 1936. Öllu ferlinu í sambandi við tilnefningu, dómkvaðningu og störf matsmanna verður hreinlega að umbylta þannig að það verði sveigjanlegra. Dómarinn ætti að stjórna öllu ferlinu. Ákvarðanataka hans ætti að verða gildandi í málinu. Hann, eða einhver á hans vegum ætti að sjá um öll samskipti við matsmenn. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi, er að finna ýtarlegri lýsingu en hér er rituð studda skýringarmyndum. Mér virðist rithandarmálið sem hér hefur verið fjallað um vera það veigamesta af fjórum atriðum sem virtust hafa mest áhrif á dómsniðurstöðuna. Ég mun fjalla um hin atriðin í næstu grein sem ég vona að verði birt á morgun. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun