Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar 27. febrúar 2025 09:47 Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum 15 árum fór ég í harkalegt „burnout“ og heilsan mín hrundi gjörsamlega. Ég flakkaði á milli þess að vera í stanslausum svimaköstum yfir í magakrampa, harkalega höfuðverki, óreglulegan hjartslátt og ótal önnur einkenni. Eftir að hafa ítrekað séð viðmælendur mína tvöfalt í viðtölum og reynt að harka af mér talsvert lengi endaði ég á bráðamóttöku. Á þessum tíma var lítil vitneskja um þessa hluti og ég var því sendur heim með tvær tegundir af lyfjum og engar frekari ráðleggingar. Þau gerðu sama og ekkert og næstu átta mánuði reyndu alls kyns sérfræðilæknar að finan hvað amaði að mér án árangurs. Að endingu sagði heimilislæknirinn við mig: „Þú ert að verða mest rannsakaði maður á Íslandi, en athuganirnar benda til þess að þú sért við hestaheilsu.“ Við tók tímabil af miklu niðurrifi og sannfæringu um að ég væri líklega bara hysterískur og þjakaður af „hypochondriu“. En neyðin kennir naktri konu að spinna og ég fór að sækja mér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið fór ég að gera tilraunir á sjálfum mér. Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft. Ég fór að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem voru harðastir á því að ég ætti ekki að fara í kalda potta áttu það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem voru mest á móti því að ég prófaði föstur áttu það yfirleitt sameiginlegt að hafa ekki fastað. Þeim sem fannst breytingar á matarræði fela í sér öfgar höfðu undantekningarlaust ekki prófað ,,öfgafulla” matarræðið. Þeir sem vildu að ég færi mjög varlega í hreyfingu voru yfirleitt ekki í mjög góðu líkamlegu ásigkomulagi og hreyfðu sig ekki mikið. Á hinn bóginn áttu þeir sem báru þessum hlutum vel söguna það sameiginlegt að stunda þá reglulega sjálfir. Í Nauthólsvíkinni hitti ég fólk sem hafði stundað sjósund í áraraðir og ég sá á þeim að það var augljóslega að virka vel. Að sama skapi kynntist ég fólki sem fastaði mjög regulega og virkaði vel yfir meðallagi heilbrigt og svo framvegis. Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu. Eitt af því sem ég byrjaði að stunda á þessu tímabili í fyrsta sinn á ævinni var hugleiðsla. Ég kynntist góðum og stórmerkilegum manni sem hafði hugleitt nánast alla daga í meira en áratug og allt hans yfirbragð var stórkostleg auglýsing fyrir hugleiðslu. Hann virkaði nær alltaf glaður og uppfullur af orku og það var frábært að vera nálægt honum. Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Það er stundum talað um að viska verði til þegar þekkingu er breytt í raunverulega persónulega reynslu. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar. Það er áhugavert að nánast í hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafa lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl“, spretta dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrða að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra? Annars bara gleðilega upplýsingaóreiðu og ást og kærleikur á alla Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun