Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:04 Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem var fundarstjóri í Hvolnum. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun innan Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, sem tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli hafa sjaldan eða aldrei verið eins kátir og þessa dagana því þeir voru að fá höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar á staðinn eða Náttúruverndarstofnun. Um eitt hundrað starfsmenn vinna hjá stofnuninni á starfsstöðvum út um allt land. Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar
Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira