Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir og Sævar Freyr Þráinsson skrifa 1. mars 2025 11:31 Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun