Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 11:41 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía. Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía.
Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira