Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. mars 2025 21:32 Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Samgöngur Halla Signý Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið. Flugsamgöngur við Vestfirði eru íbúum mjög mikilvægar, líka þótt samgöngur landleiðis hafi farið batnandi síðustu áratug. Þetta er einu almenningssamgöngurnar á norðanverðum Vestfjörðum við aðra landshluta. Samgöngubætur á láði hafa stórbatnað undanfarin áratug þótt eitthvað sé í land þá sjáum við, sem búum á norðanverðum Vestfjörðum fram á að i allra nánustu framtíð að hafa um tvær leiðir að velja þegar við viljum aka uppbyggðan nútímaveg út úr fjórðungnum. Þegar uppbygging leiðarinnar frá Ísafirði yfir Dynjandisheiðina, suður í gegnum Gufudalssveit verður lokið á eru 400 kílómetrar frá Ísafirði niður í Vatnsmýrina í Reykjavík. Það er framför en samt sem áður þurfum við tryggt flug sem almenningssamgöngurvið svæðið. Auk þess er nauðsynlegt að tryggja rekstur flugvallarins á Ísafirði vegna sjúkraflugs, sá kostnaður leggst ekki niður þar sem sjúkraflugi hefur fjölgað verulega síðustu árin og má búast við að þeim fjölgi enn frekar. Alltaf eru einhverjir sem eiga ekki kost á að aka þessa leið. Börn á leið til forsjáraðila, fólk að sækja sér heilbrigðisþjónustu o.s.frv. Þá eru einhverjir dagar á ári sem aðstæður eru þannig að allir leiðar eru ófærar vegna snjóa en hægt að fljúga. Flugvöllurinn á Ísafirði Þeir sem hafa flogið til og frá Ísafirði þekkja vel að aðstæður til lendingar eru viðkvæmar og í raun er flugvöllurinn á Ísafirði á undanþágu vegna öryggis og hvað ef sú undanþága fæst ekki lengur? Guðjón Brjánsson fyrrverandi þingmaður NV kjördæmis lagði fram þingsályktun á Alþingi árið 2018 sem ég studdi um að ráðist yrði í staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll fyrir Vestfjarðafjórðung, sú tillaga náði því miður ekki í gegn. Með bættum samgöngum innan fjórðungsins er fyrir löngu komin tími til að ráðast í slíka framkvæmd. Það er staðreynd að til að finna öruggasta flugvallarstæðið þarf að fara út úr þröngum fjörðum Vestfjarða til að tryggja bestu lendingaaðstæður. Fólki er tíðrætt um Þingeyrarflugvöll en staðreyndin er að þar eru ekki nægjanlega góð skilyrði fremur en á Ísafirði. Flugvöllurinn á Þingeyri er sjónflugsvöllurinn og ekki hægt að fljúga blindaðflug vegna fjalla í grennd. Enn fremur er brautin í vestanverðum Dýrafirði, nærri hæsta og krappasta fjallgarði á Vestfjörðum. Höldum fluginu á lofti Það er ekkert heilagt að Icelandair fljúgi hingað vestur heldur er það mikilvægt að flugið sé tryggt. Náði seinni vélin að lenda? Þegar spurt er að þessu ertu orðin Ísfirðingur, tengdadóttir mín er nú í fæðingarorlofi á Seljalandsveginum á Ísafirði með gott útsýni yfir flugvöllinn og þegar ég renni við þá er það fastur liður að fara yfir hvernig flugið hafi gengið þann daginn. Jú hún á orðið lögheimili þar ásamt logninu á Ísafirði. Höfundur er Vestfirðingur
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun