Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:00 Slökkviliðsmenn að störfum í Karkív í Úkraínu eftir að rússnesk eldflaug lenti þar. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Þá notuðust Úkraínumenn í fyrsta sinn við Mirage 2000 herþotur sem þeir fengu nýverið frá Frakklandi við loftvarnir í nótt. Einnig var notast við hefðbundnar loftvarnir og F-16 herþotur sem Úkraínumenn hafa fengið frá ríkjum í Evrópu. Ekki hefur verið gefið upp hvort flugmenn þotanna skutu niður stýriflaugar eða dróna en þær eru bæði búnar flugskeytum sem hönnuð eru til að skjóta niður fljúgandi skotmörk og byssur sem hægt er að nota. Meðal eldflauganna sem Rússar skutu voru 43 stýriflaugar og að minnsta kosti þrár Kalibr skotflaugar. Forsvarsmenn flughers Úkraínu segja að auk þeirra dróna sem skotnir voru niður hafi 86 ekki hæft skotmörk sín vegna rafrænna truflana. Að minnsta kosti átján eru sagðir særðir eftir árásirnar í nótt og þar af fjögur börn, samkvæmt frétt BBC. Árásir sem þessar eru svo gott sem daglegar í Úkraínu en að þessu sinni koma þær í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lokaði á aðgengi Úkraínumanna að upplýsingum frá eftirlits og könnunarbúnaði Bandaríkjanna. Meðal þess sem sú breyting hefur haft er að Úkraínumenn hafa minni fyrirvara þegar Rússar gera þessar árásir og eiga erfiðara með að fylgjast með eldflaugunum og drónunum. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Rússlandi, birti myndband í morgun þar sem hann fer yfir það helsta í rússneskum dagblöðum, eins og hann gerir reglulega. Þar bendir hann meðal annars á að í einu þeirra segir að eftir að Trump stöðvaði upplýsingaflæðið til Úkraínumanna eigi Rússar auðveldar með að finna veikleika á vörnum Úkraínumanna og nýta sér þá, án þess að úkraínskir hermenn sjái það fyrir. The consequences of the US stopping intelligence sharing with Ukraine, as one Russian newspaper sees them: “Now we have a higher chance of finding the enemy’s weak spot and striking when they’re not expecting it.” #ReadingRussia pic.twitter.com/D8OxE5XrcO— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) March 7, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37