Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar 8. mars 2025 08:32 Á Íslandi stöndum við almennt vörð um þann óáþreifanlega menningararf sem lýtur að álfum og huldufólki. Við tölum um álagabletti og álfaborgir, syngjum Stóð ég úti í tunglsljósi og hrífumst af því óræða í málverkum Kjarvals. Þetta gerum við stolt, enda ánægð með hvað landið okkar er ríkt af dulúð og ósýnileika og sönnum sögum þess efnis. Heimildir um dvalarsvæði huldufólks, álfa og trölla hafa verið skráðar hér á landi samhliða skráningu á öðrum náttúruminjum og örnefnum landsvæða. Það að hýsa vitneskju um og sögur af álfum og huldufólki hefur raunverulegt verndargildi fyrir landið, til dæmis þegar vegaframkvæmdir, húsbyggingar eða önnur mannvirkjagerð er fyrirhuguð. Ísland, landið okkar, er lifandi minnisvarði hinna mörgu vídda sem við höfum um aldir tengt okkur við. Við höfum gefið hólum og hæðum, giljum og fossum nöfn þeirra náttúruvætta sem þar hafa haft búsetu – þótt í annarri vídd sé. Svæðisskipulag þorpa og bæja hefur tekið mið af búsvæðum álfa sem þannig hafa fengið að vera í friði. Álfum hefur verið úthlutað lóðum þar sem við mannfólkið megum ekki byggja og álfabyggðir jafnvel fengið götunúmer. Vitund okkar um náttúruvætti í umhverfinu hefur nært og eflt sköpunargleði okkar í ritlist, myndlist, tónlist, leikritun og kvikmyndum, handverki og lifandi hefðum frásagnarlistarinnar. Já, við erum rík – svo rík í mörgum skilningi. Frumkvöðull og fornkvöðull Ég telst vera frumkvöðull, ég hrindi í framkvæmd nýstárlegum hugmyndum, sem líta dagsins ljós, sem ég vil meina að bæti og sé nauðsynlegt fyrir samfélagið okkar í dag. Einnig hef ég stofnað sprotafyrirtækið Huldustígur ehf. En um leið segist ég vera fornkvöðull. Nýtt orð, já, sem lýsir mér vel. Ég tala um forna og frumstæða þekkingu dags daglega, eins og það að lesa í landið sitt og nýta náttúrugreind sína . Mögulega hefur menntun mín sem garðyrkjufræðingur og það að vera ættleidd gert það að verkum að ég tel eðlilegt að leita að upprunanum. Hvert liggja rætur mínar? Ég finn í hjarta mínu, að ég er af frumbyggjum komin - frumbyggjum Íslands og þörf mín fyrir því að viðhalda þeirra þekkingu er mikil. Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum. Í dag hefur náttúran krefjandi þörf fyrir náttúrugreind okkar, sem kalla sig frumbyggja. Við hér á Íslandi höfum þessa þekkingu. Ég stend fyrir fræðslu og skynjun í náttúrunni - um aðrar víddir og þá er ég að tala um álfa, huldufólk, tröll, dreka og hafmeyjar, tilveru þeirra og tilverurétti og stuðla þannig að því að við tengjumst náttúrunni og skynjum hana á fjölbreyttan hátt ; leyfum henni að eiga við okkur orð, bindumst henni tryggðar- og vináttuböndum og þiggjum leiðsögn frá þeim sem dvelja samhliða okkur – en í annarri vídd. Náttúran finnur þar vel fyrir hugsunum okkar og gjörðum – eins og við þeirra. Traust og stolt Nýverið bauðst mér, völvunni og álfahvíslaranum frá Íslandi, og kvikmyndagerðarkonunni Ingu Lísu Middleton að taka þátt í menningarviðburði í íslenska sendiráðinu í London. Reyndar var erindi okkar tveggja tilefni þessa menningarviðburðar. Við vorum komnar til að kynna sögu álfa og huldufólks ofl. á Íslandi og hvernig vitneskja okkar um það, hefur um aldir birst í menningararfi okkar . Erindið var að vitna um hvernig vitund og vitneskja um álfa, huldufólk og tröll getur nýst í aðgerðum í loftslagsmálum, okkur og komandi kynslóðum til heilla. Flestir gestanna voru enskumælandi og margir tengdir öðrum sendiráðum í London. Í samtölum við þá varð mér ljóst hversu einstök og verðmæt þjóðararfleifð okkar er á heimsvísu. Sem talskona frumbyggja var ég minnt á að trúlega erum við eina þjóð heims sem ennþá á allt sitt. Við búum við fjölbreytilega náttúru heillar eyju og hafsins úti fyrir auk þess að eiga hreinan, óáþreifanlegan arf sem tengist trúnni á og samtalinu við náttúruna. Og við eigum tungumál og bókmenntir sem geyma söguna um þetta órofa samband lands og þjóðar. Samhliða þessari blessun höfum við varðveitt stoltið okkar, við vitum hvaðan við komum og hver við erum og að landið okkar treystir okkur. Næstu kynslóðum til handa Fjöldi þjóða hefur hlunnfarið frumbyggja lands síns og lítilsvirt náttúrugreind þeirra og þekkingu. Ég hef þá trú að við, frumbyggjarnir, þurfum að standa saman nú sem endranær. Við verðum að eiga frumkvæði að fræðslu um verðmæta náttúruskynjun og óáþreifanlegan menningararf okkar. Almenn þekking á því sviði getur skapað dýpri skilning á umhverfisvernd og tækifæri fyrir náttúru okkar og auðlindir, ekki aðeins okkar vegna heldur einnig komandi kynslóða. Höfundur er völva og verkefnastjóri Huldustígs ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi stöndum við almennt vörð um þann óáþreifanlega menningararf sem lýtur að álfum og huldufólki. Við tölum um álagabletti og álfaborgir, syngjum Stóð ég úti í tunglsljósi og hrífumst af því óræða í málverkum Kjarvals. Þetta gerum við stolt, enda ánægð með hvað landið okkar er ríkt af dulúð og ósýnileika og sönnum sögum þess efnis. Heimildir um dvalarsvæði huldufólks, álfa og trölla hafa verið skráðar hér á landi samhliða skráningu á öðrum náttúruminjum og örnefnum landsvæða. Það að hýsa vitneskju um og sögur af álfum og huldufólki hefur raunverulegt verndargildi fyrir landið, til dæmis þegar vegaframkvæmdir, húsbyggingar eða önnur mannvirkjagerð er fyrirhuguð. Ísland, landið okkar, er lifandi minnisvarði hinna mörgu vídda sem við höfum um aldir tengt okkur við. Við höfum gefið hólum og hæðum, giljum og fossum nöfn þeirra náttúruvætta sem þar hafa haft búsetu – þótt í annarri vídd sé. Svæðisskipulag þorpa og bæja hefur tekið mið af búsvæðum álfa sem þannig hafa fengið að vera í friði. Álfum hefur verið úthlutað lóðum þar sem við mannfólkið megum ekki byggja og álfabyggðir jafnvel fengið götunúmer. Vitund okkar um náttúruvætti í umhverfinu hefur nært og eflt sköpunargleði okkar í ritlist, myndlist, tónlist, leikritun og kvikmyndum, handverki og lifandi hefðum frásagnarlistarinnar. Já, við erum rík – svo rík í mörgum skilningi. Frumkvöðull og fornkvöðull Ég telst vera frumkvöðull, ég hrindi í framkvæmd nýstárlegum hugmyndum, sem líta dagsins ljós, sem ég vil meina að bæti og sé nauðsynlegt fyrir samfélagið okkar í dag. Einnig hef ég stofnað sprotafyrirtækið Huldustígur ehf. En um leið segist ég vera fornkvöðull. Nýtt orð, já, sem lýsir mér vel. Ég tala um forna og frumstæða þekkingu dags daglega, eins og það að lesa í landið sitt og nýta náttúrugreind sína . Mögulega hefur menntun mín sem garðyrkjufræðingur og það að vera ættleidd gert það að verkum að ég tel eðlilegt að leita að upprunanum. Hvert liggja rætur mínar? Ég finn í hjarta mínu, að ég er af frumbyggjum komin - frumbyggjum Íslands og þörf mín fyrir því að viðhalda þeirra þekkingu er mikil. Frumbyggjar teljast þeir er búa yfir sérstæðri menningu sem er nátengd náttúrunni og auðæfum hennar. Þeir eru félagslega, menningarlega og /eða tungumálalega ólíkir meirihluta íbúa í heiminum. Í dag hefur náttúran krefjandi þörf fyrir náttúrugreind okkar, sem kalla sig frumbyggja. Við hér á Íslandi höfum þessa þekkingu. Ég stend fyrir fræðslu og skynjun í náttúrunni - um aðrar víddir og þá er ég að tala um álfa, huldufólk, tröll, dreka og hafmeyjar, tilveru þeirra og tilverurétti og stuðla þannig að því að við tengjumst náttúrunni og skynjum hana á fjölbreyttan hátt ; leyfum henni að eiga við okkur orð, bindumst henni tryggðar- og vináttuböndum og þiggjum leiðsögn frá þeim sem dvelja samhliða okkur – en í annarri vídd. Náttúran finnur þar vel fyrir hugsunum okkar og gjörðum – eins og við þeirra. Traust og stolt Nýverið bauðst mér, völvunni og álfahvíslaranum frá Íslandi, og kvikmyndagerðarkonunni Ingu Lísu Middleton að taka þátt í menningarviðburði í íslenska sendiráðinu í London. Reyndar var erindi okkar tveggja tilefni þessa menningarviðburðar. Við vorum komnar til að kynna sögu álfa og huldufólks ofl. á Íslandi og hvernig vitneskja okkar um það, hefur um aldir birst í menningararfi okkar . Erindið var að vitna um hvernig vitund og vitneskja um álfa, huldufólk og tröll getur nýst í aðgerðum í loftslagsmálum, okkur og komandi kynslóðum til heilla. Flestir gestanna voru enskumælandi og margir tengdir öðrum sendiráðum í London. Í samtölum við þá varð mér ljóst hversu einstök og verðmæt þjóðararfleifð okkar er á heimsvísu. Sem talskona frumbyggja var ég minnt á að trúlega erum við eina þjóð heims sem ennþá á allt sitt. Við búum við fjölbreytilega náttúru heillar eyju og hafsins úti fyrir auk þess að eiga hreinan, óáþreifanlegan arf sem tengist trúnni á og samtalinu við náttúruna. Og við eigum tungumál og bókmenntir sem geyma söguna um þetta órofa samband lands og þjóðar. Samhliða þessari blessun höfum við varðveitt stoltið okkar, við vitum hvaðan við komum og hver við erum og að landið okkar treystir okkur. Næstu kynslóðum til handa Fjöldi þjóða hefur hlunnfarið frumbyggja lands síns og lítilsvirt náttúrugreind þeirra og þekkingu. Ég hef þá trú að við, frumbyggjarnir, þurfum að standa saman nú sem endranær. Við verðum að eiga frumkvæði að fræðslu um verðmæta náttúruskynjun og óáþreifanlegan menningararf okkar. Almenn þekking á því sviði getur skapað dýpri skilning á umhverfisvernd og tækifæri fyrir náttúru okkar og auðlindir, ekki aðeins okkar vegna heldur einnig komandi kynslóða. Höfundur er völva og verkefnastjóri Huldustígs ehf.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun