Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 08:00 Umfangsmiklar breytingar eru framundan á golfvöllum GKG. Leggja á níu nýjar brautir í stað þeirra sem klúbburinn missir í Vetrarmýri. Þær eiga meðal annars að liggja sunnan við klúbbhúsið sem sést á myndinni og upp í Smalaholt þar sem skógur hefur verið ræktaður síðustu áratugi. Holtið sést efst til vinstri. Guðmundur Árni Gunnarsson Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) segir að reynt verði að hlífa trjágróðri eftir fremsta megni þegar nýjar golfbrautir verða mótaðar í skógræktarsvæði í Smalaholti. Klúbburinn fær svæðið í stað lands sem Garðabær tekur undir nýja íbúðabyggð. GKG sér nú fram á að missa stóran hluta af Mýrinni, níu holu golfvelli í Vetrarmýri, vegna íbúðabyggðar sem Garðabær hefur skipulagt í Hnoðraholti. Landið verður nýtt undir knattspyrnuvelli og skóla sem á að þjóna nýju byggðinni. Til þess að bæta golfklúbbnum missinn liggur nú fyrir tillaga um að hann fái í staðinn land í Smalaholti þar sem skógur hefur verið ræktaður upp undanfarna áratugi. Smalaholt er fyrsta svæðið sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að Skógræktarfélag Garðabæjar var stofnað árið 1988. Skógræktarfélagið hefur bent á að skorið sé af neðsta hluta trjásýnisstígs sem liggur um Smalaholt í uppdráttum af golfvallarsvæðinu og vill að nýju brautirnar verði fjær stígnum en gert er ráð fyrir í uppdráttum samkvæmt umsögn sem það sendi inn um skipulagstillöguna. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir klúbbinn vinna þétt með skógræktarfélaginu og Garðabæ sem hafi sameiginlega hagsmuni að búa til útivistarsvæði fyrir íbúa. Eðlilegt sé að stórar spurningar komi upp í breytingarferli sem þessu. „Skógurinn er ekkert að fara. Við erum að fara móta golfbrautir í skóglendi og við munum gera okkar besta til að hlífa trjágróðrinum,“ segir hann. Þrátt fyrir það sé óumflýjanlegt að einhver tré verði felld. Agnar Már segir að stefnt verði að því að gróðursetja að minnsta kosti jafnmörg tré og verði felld. Hann bendir ennfremur á að klúbburinn sé í og með skógræktarfélag því hann hafi plantað um 3.500 plöntum á vallarsvæðum sínum. Hann muni taka við trjágróðrinum í Smalaholti og hlúa að honum eins og hann hafi gert á sínu svæði til þessa. „Markmiðið er að búa til útivistarsvæði fyrir almenning sem er á heimsmælikvarða,“ segir framkvæmdastjórinn. Uppdráttur af vallarsvæði GKG eftir breytingar á deiliskipulagi þess. Þar sést hvernig fimm brautir gætu legið um skóglendi í Smalaholti.Garðabær Níu nýjar brautir og breytingar á þremur Gríðarlegar framkvæmdir við að breyta vallasvæði GKG eru framundan. Klúbburinn heldur úti tveimur völlum, Leirdalsvelli og Mýrinni, sem eru saman 27 holur. Sá fjöldi heldur sér eftir breytingarnar en leggja þarf níu nýjar brautir og breyta legu og hönnun þriggja brauta svo að boltar skeikulla kylfinga lendi ekki inni í íbúðabyggð. Agnar Már segir að framkvæmdirnar langtímaverkefni og að þær gætu tekið allt að tíu til fimmtán ár. „Við munum gera þetta þannig að það verði sem minnst rask fyrir félagsmenn. Garðabær hefur góðan skilning á því að það þurfi að passa upp á þá þætti,“ segir hann. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).GKG Ekkert sé að vanbúnaði að hefja framkvæmdirnar þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt. Tæknilega séu þær þegar hafnar þar sem byrjað sé að móta tvær flatir á nýja vellinum. Ekki liggur fyrir hvenær Mýrinni verður lokað og ræðst tímasetningin af uppbyggingu íbúðabyggðarinnar. „Þar er það svolítið sveitarfélagið sem ræður ferð, hversu hratt það ætlar að byggja upp Hnoðraholtið,“ segir framkvæmdastjórinn. Þegar Mýrin verður aflögð færir klúbburinn æfingasvæði sitt þangað. Agnar Már segir að þar verði lítið höggsvæði, par þrjú holu völlur og vipp- og glompusvæði. Staða klúbbsins verði að minnsta kosti jafngóð eftir breytingar og fyrir Fyrsta stóra framkvæmdin sem er fyrirhuguð hjá GKG er bygging nýrrar vélasmiðju eða þjónustumiðstöðvar golfvalla í stað þeirrar sem víkur fyrir íbúðabyggðinni. Hún á að rísa sunnan núverandi bílastæðis klúbbsins. Agnar Már segir nýja þjónustumiðstöð hafa setið lengi á hakanum. Núverandi aðstaða sé orðin óboðleg. Hann gerir ráð fyrir að Garðabær og Kópavogur taki þátt í fjármögnuninni með klúbbnum. Fjórar nýjar brautir gætu legið um þetta lúpínuvaxna svæði sunnan við klúbbhús GKG. Völlurinn teygði sig síðan upp í Smalaholt uppi til vinstri á myndinni. Vífilstaðavatn sést í bakgrunni efst hægra megin.Guðmundur Árni Gunnarsson Hvað fjármögnun á stóru framkvæmdunum við breytingarnar á vellinum sjálfum varðar vísar framkvæmdastjórinn til viljayfirlýsingar sem Garðabær skrifaði undir fyrir sjö árum þar sem sveitarfélagið skuldbatt sig til þess að tryggja að klúbburinn yrði að minnsta kosti jafnvel settur eftir breytingarnar og fyrir. Í því felist að bærinn greiði fyrir framkvæmdirnar „Ef við förum eitthvað fram úr okkur þá eðli málsins samkvæmt þá greiðir GKG það en í anda viljayfirlýsingarinnar mun Garðabær skilja við þetta verkefni þannig að við séum að minnsta kosti jafnvel sett,“ segir framkvæmdastjórinn. Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
GKG sér nú fram á að missa stóran hluta af Mýrinni, níu holu golfvelli í Vetrarmýri, vegna íbúðabyggðar sem Garðabær hefur skipulagt í Hnoðraholti. Landið verður nýtt undir knattspyrnuvelli og skóla sem á að þjóna nýju byggðinni. Til þess að bæta golfklúbbnum missinn liggur nú fyrir tillaga um að hann fái í staðinn land í Smalaholti þar sem skógur hefur verið ræktaður upp undanfarna áratugi. Smalaholt er fyrsta svæðið sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að Skógræktarfélag Garðabæjar var stofnað árið 1988. Skógræktarfélagið hefur bent á að skorið sé af neðsta hluta trjásýnisstígs sem liggur um Smalaholt í uppdráttum af golfvallarsvæðinu og vill að nýju brautirnar verði fjær stígnum en gert er ráð fyrir í uppdráttum samkvæmt umsögn sem það sendi inn um skipulagstillöguna. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir klúbbinn vinna þétt með skógræktarfélaginu og Garðabæ sem hafi sameiginlega hagsmuni að búa til útivistarsvæði fyrir íbúa. Eðlilegt sé að stórar spurningar komi upp í breytingarferli sem þessu. „Skógurinn er ekkert að fara. Við erum að fara móta golfbrautir í skóglendi og við munum gera okkar besta til að hlífa trjágróðrinum,“ segir hann. Þrátt fyrir það sé óumflýjanlegt að einhver tré verði felld. Agnar Már segir að stefnt verði að því að gróðursetja að minnsta kosti jafnmörg tré og verði felld. Hann bendir ennfremur á að klúbburinn sé í og með skógræktarfélag því hann hafi plantað um 3.500 plöntum á vallarsvæðum sínum. Hann muni taka við trjágróðrinum í Smalaholti og hlúa að honum eins og hann hafi gert á sínu svæði til þessa. „Markmiðið er að búa til útivistarsvæði fyrir almenning sem er á heimsmælikvarða,“ segir framkvæmdastjórinn. Uppdráttur af vallarsvæði GKG eftir breytingar á deiliskipulagi þess. Þar sést hvernig fimm brautir gætu legið um skóglendi í Smalaholti.Garðabær Níu nýjar brautir og breytingar á þremur Gríðarlegar framkvæmdir við að breyta vallasvæði GKG eru framundan. Klúbburinn heldur úti tveimur völlum, Leirdalsvelli og Mýrinni, sem eru saman 27 holur. Sá fjöldi heldur sér eftir breytingarnar en leggja þarf níu nýjar brautir og breyta legu og hönnun þriggja brauta svo að boltar skeikulla kylfinga lendi ekki inni í íbúðabyggð. Agnar Már segir að framkvæmdirnar langtímaverkefni og að þær gætu tekið allt að tíu til fimmtán ár. „Við munum gera þetta þannig að það verði sem minnst rask fyrir félagsmenn. Garðabær hefur góðan skilning á því að það þurfi að passa upp á þá þætti,“ segir hann. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG).GKG Ekkert sé að vanbúnaði að hefja framkvæmdirnar þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt. Tæknilega séu þær þegar hafnar þar sem byrjað sé að móta tvær flatir á nýja vellinum. Ekki liggur fyrir hvenær Mýrinni verður lokað og ræðst tímasetningin af uppbyggingu íbúðabyggðarinnar. „Þar er það svolítið sveitarfélagið sem ræður ferð, hversu hratt það ætlar að byggja upp Hnoðraholtið,“ segir framkvæmdastjórinn. Þegar Mýrin verður aflögð færir klúbburinn æfingasvæði sitt þangað. Agnar Már segir að þar verði lítið höggsvæði, par þrjú holu völlur og vipp- og glompusvæði. Staða klúbbsins verði að minnsta kosti jafngóð eftir breytingar og fyrir Fyrsta stóra framkvæmdin sem er fyrirhuguð hjá GKG er bygging nýrrar vélasmiðju eða þjónustumiðstöðvar golfvalla í stað þeirrar sem víkur fyrir íbúðabyggðinni. Hún á að rísa sunnan núverandi bílastæðis klúbbsins. Agnar Már segir nýja þjónustumiðstöð hafa setið lengi á hakanum. Núverandi aðstaða sé orðin óboðleg. Hann gerir ráð fyrir að Garðabær og Kópavogur taki þátt í fjármögnuninni með klúbbnum. Fjórar nýjar brautir gætu legið um þetta lúpínuvaxna svæði sunnan við klúbbhús GKG. Völlurinn teygði sig síðan upp í Smalaholt uppi til vinstri á myndinni. Vífilstaðavatn sést í bakgrunni efst hægra megin.Guðmundur Árni Gunnarsson Hvað fjármögnun á stóru framkvæmdunum við breytingarnar á vellinum sjálfum varðar vísar framkvæmdastjórinn til viljayfirlýsingar sem Garðabær skrifaði undir fyrir sjö árum þar sem sveitarfélagið skuldbatt sig til þess að tryggja að klúbburinn yrði að minnsta kosti jafnvel settur eftir breytingarnar og fyrir. Í því felist að bærinn greiði fyrir framkvæmdirnar „Ef við förum eitthvað fram úr okkur þá eðli málsins samkvæmt þá greiðir GKG það en í anda viljayfirlýsingarinnar mun Garðabær skilja við þetta verkefni þannig að við séum að minnsta kosti jafnvel sett,“ segir framkvæmdastjórinn.
Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira