Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar 8. mars 2025 14:30 Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun