Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 06:02 Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun