Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar 12. mars 2025 10:16 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Gunnar Úlfarsson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur kynnt drög að frumvarpi um bætur almannatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur framvegis hækka hraðar en laun samkvæmt kjarasamningum. Til viðbótar verða bæturnar verðlagstryggðar þannig að þær geti aldrei hækkað minna en verðlag. Þessi breyting mun reynast ríkissjóði dýrkeypt, ekki síst á tímum þegar hart er í ári. Nú þegar er lögbundið að bótagreiðslur taki mið af launaþróun og hækki aldrei minna en verðlag. Með frumvarpinu á hins vegar að ganga lengra. Þar segir: „mun breytingin [...] gagnast öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggja þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um.“ Þetta þýðir að kjör vinnandi fólks, sem standa undir bótakerfinu með skattgreiðslum sínum, munu smám saman rýrna samanborið við þá sem reiða sig á vinnu þeirra sér til framfærslu. Þá þýðir verðlagstrygging að kostnaður ríkissjóðs vegna bóta mun aukast þegar síst skyldi. Þetta sést best þegar efnahagskreppan árið 2008 er skoðuð. Þá lækkuðu laun að raunvirði vegna gengisfalls og verðbólguskots. Sú lækkun var mörgum sársaukafull en er engu að síður nauðsynlegur undanfari kröftugrar endurreisnar í kjölfar efnahagssamdráttar. Lækkun raunlauna eykur samkeppnishæfni útflutningsgreina og vinnur gegn auknu atvinnuleysi. Starfandi á vinnumarkaði fá lækkunina síðan endurheimta í gegnum þá efnahagslegu viðspyrnu sem hún býr til í kjölfarið. Verðlagstrygging bóta þýðir að í kreppunni hefðu bætur hækkað um 13% umfram laun til að halda í við gengisfall og verðbólguskot. Þá tók launavísitöluna rúm sjö ár að ná fyrri hæðum að raunvirði. Með tvítryggingu hefðu bótagreiðslur aftur á móti hækkað um 17% umfram verðlag á sama tímabili, eða 13 prósentustigum meira en launavísitalan. Þessi umframhækkun hefði komið á versta mögulega tíma fyrir ríkissjóð og dýpkað kreppuna með því að auka skuldsetningu eða hækka skattgreiðslur vinnandi fólks í miðri niðursveiflu. Það er vont fyrirkomulag að einungis vinnandi fólk sé látið bera þyngri byrðar þegar harðnar á dalnum. Umræddar umframhækkanir veikja samkeppnisstöðu vinnumarkaðarins gagnvart bótakerfinu. Með öðrum orðum þá er dregið úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði, sem þýðir að færri kjósa að vinna en ella. Það dregur úr verðmætasköpun og skatttekjum sem standa undir bótagreiðslum. Þannig er öflugur vinnumarkaður og verðmætasköpun hans forsenda lífskjara allra í samfélaginu - ekki síst þeirra sem þiggja bætur. Nú þegar er útgjaldavöxtur hins opinbera vegna örorkubóta hraðastur á Íslandi á meðal Norðurlandanna og tíðni örorku með því mesta sem gerist. Nauðsynlegt er að grípa til frekari aðgerða til að sporna við þessari þróun. Breyting sem dregur úr hvata til að taka þátt á vinnumarkaði án þess að taka á þessum undirliggjandi vanda er óskynsamleg. Að framangreindu virtu fela breytingarnar í sér þríþættan kostnað fyrir samfélagið. Í fyrsta lagi þýða þær að kjör bótaþega munu batna hraðar en kjör vinnandi fólks. Í öðru lagi auka þær byrðar skattgreiðenda þegar síst skyldi. Og í þriðja lagi veikja þær hvata til að taka þátt á vinnumarkaði og þyngja þar með byrðar þeirra sem þar áfram starfa. Núverandi löggjöf um almannatryggingar tryggir þegar hækkanir bóta til jafns við launaþróun með þeirri viðbótartryggingu að þær skuli að lágmarki hækka til jafns við verðlag. Stjórnvöld ættu frekar að fjarlægja þessa verðlagstryggingu í stað þess að auka enn frekar það misræmi sem hún hefur skapað með umframhækkunum bóta þar ofan á. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun