Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar 12. mars 2025 12:04 Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á áhugaverðum en viðsjárverðum tímum. Aldrei hefur verið auðveldara að nálgast gögn til að leiðbeina okkur til skemmri og lengri tíma, en um leið blasir við hratt þverrandi virðing fyrir því að áreiðanleiki þeirra skipti máli. Þetta birtist okkur daglega í heimsfréttum og á netmiðlum. Það þykir ekki lengur tiltökumál að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart, enda dansa limirnir eftir höfðinu, þegnarnir eftir valdhöfum á hverjum tíma. Það gildir um veðurfar, hagfræði, stofnfrumur, bóluefni og nú síðast innrásarstríð. Þjálfun í gagnrýnni hugsun hefst strax í bernsku. Til að hún eflist til að hlú að lífinu og framtíð mannkyns verðum við að stunda rannsóknir og miðla niðurstöðum þeirra til nemenda, almennings og stjórnvalda. Það er alvöru vinna að fylgjast með þróun fræðasviða, sinna menntun og stunda rannsóknir. Slík störf krefjast innviða, sérhæfðs starfsfólks sem kann til verka, tækja, stoðþjónustu, stjórnsýslu og húsnæðis. Ef markmið okkar er að keppa við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum um vel menntað ungt fólk til framtíðar þá er ljóst að við munum lúta í lægra haldi ef fjárveitingar til háskólastigsins og rannsóknarsjóða hér á landi eru aðeins 2/3 af því sem þar tíðkast. Starfsfólk Háskólans þarf að finna að leitin að auknum skilningi og miðlun niðurstaðna rannsókna sé metin að verðleikum. Þar hefur talsvert skort á meðal stjórnvalda á síðasta áratug og raunar einnig á löngum köflum fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að draga neinar kanínur upp úr hatti til að breyta ástandinu yfir nótt. Enn eitt Excelskjalið mun ekki skila okkur því sem til þarf. Eina mögulega leiðin til framfara er viðvarandi samtal við almenning og stjórnmálafólk til að glæða skilning á því hve mikið er í húfi. Rektor, annað starfsfólk og nemendur Háskólans verða að leiða slíkt samtal. Ég tel Magnús Karl Magnússon hæfastan frambjóðenda til að eiga og leiða þetta samtal og mun því ljá honum atkvæði mitt í rektorskjörinu 18. og 19. mars. Höfundur er prófessor og yfirlæknir.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar