Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 12. mars 2025 17:30 Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Sorg Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar