Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira