Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 16:55 Frá Svalbarða sem lútir stjórn Norðmanna en þar má einnig finna rússneska byggð. AFP/Jonathan Nackstrand Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum. Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum.
Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira