Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 14:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira