Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 08:39 Dina Boluarte, forseti Perú, lýsti yfir neyðarástandi í Lima sem varir í þrjátíu daga. AP/Guadalupe Pardo Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn. Tilkynnt hefur verið um á fimmta hundrað morða til lögreglunnar frá upphafi árs. Þá hefur fjárkúgunum fjölgað mikið og árásum á opinberum stöðum sömuleiðis, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandið sem Dina Boluarte forseti lýsti yfir gildir í þrjátíu daga. Lögreglan og herinn getur nú handtekið fólk án handtökuskipunar. Steininn tók úr á sunnudag þegar 39 ára gamall söngvari var skotinn til bana þegar vopnaðir menn réðust á hljómsveitarrútu hans og félaga hans eftir tónleika í Lima. Daginn áður sprakk sprengja og særði að minnsta kosti ellefu manns á veitingastað í borginni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Juan José Santiváñez, innanríkisráðherra, sem þeir saka um að hafa engin úrræði gegn ofbeldinu. Greiða á atkvæði um tillöguna síðar í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisins. Það varði síðast í tvo mánuði frá september fram í desember. Neyðarástandi var einnig lýst yfir vegna mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo, forvera Boluarte, var vikið úr embætti og hún tók við. Perú Mannréttindi Tengdar fréttir Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um á fimmta hundrað morða til lögreglunnar frá upphafi árs. Þá hefur fjárkúgunum fjölgað mikið og árásum á opinberum stöðum sömuleiðis, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandið sem Dina Boluarte forseti lýsti yfir gildir í þrjátíu daga. Lögreglan og herinn getur nú handtekið fólk án handtökuskipunar. Steininn tók úr á sunnudag þegar 39 ára gamall söngvari var skotinn til bana þegar vopnaðir menn réðust á hljómsveitarrútu hans og félaga hans eftir tónleika í Lima. Daginn áður sprakk sprengja og særði að minnsta kosti ellefu manns á veitingastað í borginni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur Juan José Santiváñez, innanríkisráðherra, sem þeir saka um að hafa engin úrræði gegn ofbeldinu. Greiða á atkvæði um tillöguna síðar í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisins. Það varði síðast í tvo mánuði frá september fram í desember. Neyðarástandi var einnig lýst yfir vegna mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo, forvera Boluarte, var vikið úr embætti og hún tók við.
Perú Mannréttindi Tengdar fréttir Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Forseti Perú kærður fyrir mútuþægni Ríkissaksóknari í Perú lagði fram kæru til þingsins á hendur Dinu Boluarte, forseta landsins, fyrir mútuþægni í gær. Ásakanirnar tengjast lúxusúrum og skartgripum sem Boluarte ber. 28. maí 2024 09:35
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16