Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 16:12 Frá atkvæðagreiðslunni í þýska þinginu. Sjá má Friedrich Merz, verðandi kanslara, neðst fyrir miðju. AP/Ebrahim Noroozi Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu.
Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08