Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 20. mars 2025 23:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun