Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar 23. mars 2025 22:02 Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Galli er á einni af hverjum þrettán nýbyggingum á Íslandi samkvæmt rannsókn sem gerð var á umfangi byggingargalla á árunum 1998 til 2012. Kom í ljós að tilkynnt hafði verið um tjón sem byggingarstjóri eða löggiltur hönnuður bar ábyrgð í tæpum 8% tilvika. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem galli var ekki tilkynntur, m.a. vegna vanþekkingar kaupanda eða gallinn uppgötvast löngu síðar. Í nýlegri lúxusíbúð, sem kynnt var sem hágæða nýbygging, kom í ljós að brunaöryggi var ábótavant, brunahólfun ekki rétt unnin, halli á gólfum ekki réttur, frágangur á parketi og listum ábótavant og málningarvinna ekki í samræmi við almennar kröfur. Myndir þú kaupa lúxusíbúð sem auglýst væri með eftirtöldum göllum? Nei væntanlega ekki, það myndi ég ekki heldur gera. Tilgangur minn er ekki hræða lesendur heldur að upplýsa fólk um að í nýjum eignum jafnt og þeim eldri geta leynst gallar. Að sjálfsögðu hef ég hagsmuni af því að fleiri óski eftir ástandsskoðun en það hafa kaupendur líka. Það er alls ekki svo að frágangur nýbygginga sé allur slæmur og verktakar almennt fúskarar, síður en svo, en þegar galli er til staðar er betra að leiða hann í ljós strax. Seljandi fasteignar hefur hagsmuni af því að geta bætt úr gallanum strax og kaupandi spara sér miklar fjárhæðir í mögulegum lögfræðikostnaði, viðgerðum og tíma sem fer í leiðinlegt og oftar en ekki erfitt mál. Fasteign er hjá flestum dýrasta fjárfesting okkar á lífsleiðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda valið og vinna sína heimavinnu vel. Kostnaðurinn af úttekt er alltaf minni en kostnaður af deilumáli sem síðar getur komið upp eða á galla sem almennum leikmanni er leyndur en blasir við reyndum úttektaraðila. Því er mikilvægt að ástandsskoðun sé hluti af öllum fasteignaviðskiptum, ekki aðeins þegar um eldri eignir er að ræða. Hvað ættu kaupendur að gera? Til að forðast dýrkeypt mistök ættu kaupendur að: Krefjast ástandsskoðunar fyrir kaup – Gera tilboð með fyrirvara um ástandsskoðun. Athuga rakavandamál og loftræstingu – Mygla er dýr og erfið í úrbótum. Hafa fagaðila viðstaddan við afhendingu eignarinnar – Myndir og skjalfesting eru lykilatriði. Leita strax til byggingaraðila ef gallar finnast eftir kaupin. Hafa samband við lögfræðing ef byggingaraðili bregst ekki við eða gallar eru umfangsmeiri en í fyrstu var talið. Höfundur er byggingafræðingur, byggingarstjóri, húsasmíðameistari og eigandi A Fagmenn ehf.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun