Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 06:53 Waltz og Hegseth hafa brugðist við klúðrinu með því að gera lítið úr því og tala niður til Goldberg og jafnvel kenna honum um. AP/Alex Brandon Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira