Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 11:02 Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun