Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar 8. september 2025 09:31 Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar