Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 27. mars 2025 14:16 Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum. Höfum hugfast að Fúll á móti hefur alltaf verið til. Stælar og almenn leiðindi eru viðvarandi fylgifiskar mannlífsins. Það sem hins vegar greinir ofbeldi frá fýlustjórnun og öðru vanvirku háttarlagi er sjokkið. – Þetta er gott að vita – Þegar skyndingin kemur til skjalanna verða stælarnir að ofbeldi. Undrun þolandans og hinna sem hjá standa er virka efnið í aðferðinni, ef svo má að orði komast. Öllum nema gerandanum líður eins og allt hafi gerst óvænt. Sigur gerandans liggur í því að hann veit betur. Ofbeldi er ekki stjórnleysi heldur stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er skipulagt uppnám sem færir gerandanum tímabundna ró á annara kostnað. Annað sem ég hygg að sé brýnt að vita í glímunni við ofbeldi er að allt fólk verður fyrir því og vandfundin væri sú manneskja sem ekki hefur beitt því. Ofbeldi er svo mannlegt og snýst alltaf um að lægja ótta og tryggja öryggi gerandans með því að vekja ótta annara og taka þeirra öryggi. Þetta má gera með margvíslegum hætti svo sem barsmíðum og þjófnaði eða tilfinningalegum og félagslegum árásum auk hernaðar. Þegar ofbeldi er framið skipta aðstæður líka miklu máli. Ofbeldi meðal ókunnugra hefur t.d. sín einkenni en ofbeldi í nánum samböndum önnur. Samt fer ofbeldi alltaf eins fram og er í sjálfu sér svo einfalt að börn geta tileinkað sér það líkt og dæmin sanna. Þegar árásir eru gerðar á ókunnugt fólk vaknar jafnan reiði hjá þolendum og nærstöddum. Ofbeldi í nánum tengslum vekur hins vegar sára skömm áður en reiðin vaknar. Það er vegna þess að ofan í ofbeldið sjálft kemur höfnun á tengslum. Trúnaðar- og tengslarofi fylgir höfnunarkennd og skömm. Allt ofbeldi rænir þolendur sjálfræði. Ofbeldi í nánum tengslum rænir bæði sjálfræði og tengslum. En þetta tvennt - sjálfræði og tengsl – eru forsendur þess að líf okkar hafi merkingu. Þess vegna er ofbeldi í nánum tenglsum svo skelfilega skelfilegt. Við getum ekki lifað í tilgangsleysi. Hér er komin ástæðan fyrir því að aðförin sem gerð var að Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra fimmtudagskvöldið 20. mars sl. vakti tilfinningauppnám með þjóðinni. Það sem gerðist, þegar Ásthildur Lóa var ranglega sökuð um refsiverða glæpi svo að óhróðurinn náði langt út fyrir landssteina, var ekki bara ofbeldi milli ókunnugra heldur varð trúnaðarrof á landsvísu. Annars vegar var um að ræða þjóðkjörinn fulltrúa í ábyrgðarstöðu og hins vegar var ekki einhver fjölmiðill að verki heldur sjálfur ríkisfjölmiðillinn, sem við höfum vanist að mega treysta til að forðast óhæfu. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun