Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 28. mars 2025 11:01 Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Húsnæðismál Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar