Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 1. apríl 2025 10:02 Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Trúmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun