Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2025 06:30 Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Námslán Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn – og fyrstu skref í endurskoðun þeirra laga á fyrsta kjörtímabili ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Frumvarpið felur í sér að styrkjakerfi námslána verði breytt, þannig að í stað 30% niðurfellingar höfuðstóls námslána í lok náms geta námsmenn, sem uppfylla kröfu um námsframvindu, fengið 20% niðurfellingu á námslánum við lok hverrar námsannar og 10% við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta felur í sér rýmkum á skilyrðum lánþega til að hljóta styrk en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að við setningu upphaflegra laga um Menntasjóðinn hafi hlutfall þeirra sem hlaut styrk verið um 50%. Í dag er hlutfallið um 70%. Með þessum breytingum má gera ráð fyrir að nýtingin nálgist 90% en það var í raun það sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þessu hafa hagsmunasamtök – stúdentahreyfingarnar – kallað eftir. Þetta er fagnaðarefni. Þetta færir kerfi okkar nær námslánakerfis Noregs, sem upprunalega var miðað við þegar námslánakerfið var endurskoðað með stofnun Menntasjóðsins. Fram hefur komið að fyrir þau sem ekki hljóta námsstyrk en einungis fá lán, sem nú bera háa vexti vegna hás vaxtaumhverfis á Íslandi, er greiðslubyrðin 62% hærri samkvæmt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Frá því að lög um Menntasjóðinn voru samþykkt og nýr sjóður var settur á fót hefur lántakendum fækkað verulega. Færri og færri taka námslán – og eru vísbendingar uppi um að Menntasjóðurinn þjóni ekki tilgangi sínum. Tilgangur Menntasjóðsins, lánasjóðskerfisins á Íslandi, á að vera að jafna aðgengi að námi óháð efnahag. Velta má fyrir sér hvort núverandi námslánakerfi gagnist síst þeim sem mest þurfa á sjóðnum að halda. Því er aukinn sveigjanleiki við styrkveitingar jákvætt skref í átt að bættu námslánakerfi. Fleiri breytingar er að finna í frumvarpinu eins og breytingu á vaxtaviðmiðum til að auka fyrirsjáanleika afborgana og til að koma í veg fyrir ófyrirséða aukningu á greiðslubyrði. Þá er rýmkuð heimild til að greiða af einu láni í einu, en ekki tveimur, fyrir þau sem tóku lán bæði í gamla lánasjóðskerfinu og nýja kerfinu. Þetta mun eiga þátt í að minnka greiðslubyrði lántakenda sem lenda milli kerfa. Hagsmunahreyfingar námsmanna bentu á vankanta þess efnis til að mynda í umræðu um frumvarp Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra. Brýnt er að þetta verði leiðrétt – og mun það gerast verði frumvarpið að lögum. Námslánakerfið er eitt helsta tól stjórnvalda til að veita jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Mikilvægt er að Menntasjóðurinn standi undir því hlutverki. Frumvarp Loga Einarssonar er nauðsynlegt skref í þá átt. Frekari endurskoðunar er þörf – og er hún fyrirhugað á kjörtímabilinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun