Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun