Saka Pútín um að draga lappirnar Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 09:56 David Lammy og Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands. AP/Geert Vanden Wijngaert Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt. Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt.
Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira