Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 11:48 Vladímír Osetsjkin í viðtali við AP-fréttastofuna árið 2022. Hann flúði Rússland þegar stjórnvöld þar byrjuðu að þjarma að honum fyrir að afhjúpa illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. AP/Francois Mori Fjórir menn voru handteknir í Frakklandi, grunaðir um að leggja á ráðin um að ráðast á rússneskan aðgerðasinna í útlegð. Frönsk yfirvöld hafa ekki greint frá þjóðerni mannanna eða hvort þeir séu taldir útsendrar erlendrar leyniþjónustu. Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins. Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Mennirnir voru handteknir á mánudag, að sögn gagnnjósnastofnunar Frakklands (DGSI). Sú stofnun hefur meðal annars rannsakað tilraunir rússneskra stjórnvalda til þess að veikja Frakkland með tölvuárásum og öðrum óhefðbundnum hernaði sem er liður í herferð þeirra gegn bandamönnum Úkraínu í Evrópu. Vladimir Osetsjkin, ætlað fórnarlamb ráðabruggsins, stofnaði réttindasamtök fyrir fanga í Rússlandi, Gulagu.net. Hann hefur meðal annars afhjúpað harðræði og pyntingum sem fangar sæta í heimalandi hans. Þá var hann fyrstur til að segja frá því að rússneski herinn notaði fanga til þess að berjast í Úkraínu. Osetsjkin sótti um pólitísk hæli í Frakklandi þegar hann sætti þrýstingi stjórnvalda í Kreml vegna starfa sinna. Hann hefur búið í strandbænum Biarritz í Suðvestur-Frakklandi. Hann hefur lengi sagt að hann óttaðist að vera ráðinn af dögum vegna starfa sinna. Endurtók hann það við AP-fréttastofuna í dag. Hann hefði sætt ítrekuðum morðhótunum frá 2022, síðast í febrúar í ár. Hann og fjölskylda hans hafi þurft að flytja í skjól þegar nýjar hótanir komi fram. „Þeir sem voru handteknir eru bara hluti af heildarmyndinni, þeir eru hluti af stóru teymi,“ segir Osetsjkin við AP. Ítrekað drepið og reynt að myrða andstæðinga erlendis Stjórnvöld í Kreml hafa ekki hikað við að myrða eða reyna að ráða ætlaða andstæðinga sína af dögum erlendis. Frægt er þegar útsendarar þeirra eitruðu fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Þeir reyndu að leika sama leik með Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk kona lést eftir að hún komst í snertingu við taugaeitur sem rússneskir tilræðismenn skildu eftir í ilmvatnsflösku. Skripal og dóttir hans lifðu tilræðið þó af. Þá viðurkenndu rússnesk stjórnvöld í fyrsta skipti í fyrra að Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í þýskum almenningsgarði um hábjartan dag árið 2019, væri liðsmaður leyniþjónustunnar FSB. Vladímír Pútín forseti lagði mikla áherslu á fá Krasikov heim í umfangsmestu fangaskiptum Rússlands og vesturlanda frá lokum kalda stríðsins.
Frakkland Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. 14. október 2025 15:39