Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2025 12:32 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og ríkisstjórnina njóta mikils stuðnings hjá stjórnarandstöðunni um að auka útgjöld til varnarmála. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí. Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“ Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Hávær krafa hefur verið frá Bandaríkjunum um að Evrópuríkin innan Atlanshafsbandalagsins leggi meira af mörkum. Ákall hefur verið eftir því að Ísland auki útgjöld til málaflokksins, sér í lagi í ljósi þess að við erum herlaus þjóð. Norðurlöndin standi saman Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu um störf þingsins í morgun að allir þingmenn gætu verið sammála um það að alþjóðamálin séu stærsta verkefnið sem Alþingi standi frammi fyrir. „Ég er nýkomin frá Helsinki ásamt Íslandsdeild Norðurlandaráðs þar sem verið var að ræða öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi. Það er alveg ljóst að Norðurlöndin standa saman, þau standa saman í mikilvægi þess að við þurfum að tryggja öryggi þessara landa,“ sagði Bryndís í ræðu sinni í morgun. Mikill stuðningur frá stjórnarandstöðunni Ísland sé í annarri stöðu en hin Norðurlöndin vegna herleysis. Hún bendir á að ræða hafi átt á Alþingi í gær fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en því hafi verið frestað vegna ábendinga stjórnarandstöðunnar um hve rýr áætlunin sé af upplýsingum. „Það er ekkert komið inn á þennan mikilvæga málaflokk hér,“ sagði Bryndís og lyfti upp fjármálaáætlun. „Ef við sammælumst um það að þetta séeu stærstu málin okkar núna á þessum tíma - og ég held líka að ríkisstjórnin eigi mikinn stuðning frá stjórnarandstöðunni í þessum málum - þá er svo mikilvægt að við tökum þetta samtal hér.“ Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að styðja við ríkisstjórnina í málaflokknum. „Nú er ein vika eftir, næsta vika, af þinginu og svo förum við í tveggja vikna frí. Ég held að það sé nauðsynlegt að við fáum hér sérstakt samtal við hæstvirtan utanríkisráðherra í næstu viku þar sem við getum tekið þátt í samtalinu um stöðu mála, því það er síbreytilegt, og ekki síst um það hvernig við hér á Íslandi ætlum að bregðast við.“
Tengdar fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04 Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40 Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. 2. apríl 2025 16:04
Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. 29. mars 2025 10:40
Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. 27. mars 2025 18:04