Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 15:27 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, hefur ekki dæmt neina leiki síðustu vikur. vísir/Diego Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna. „Ég get staðfest að Davíð hefur verið tekinn af niðurröðun á leiki, ótímabundið, vegna samskiptaörðugleika við dómaranefnd,“ segir Jón í stuttu samtali við Vísi. Það hefur vakið athygli að kraftar Davíðs Tómasar Tómassonar, alþjóðadómara sem í vetur hefur dæmt fjölda leikja erlendis í alþjóðlegum keppnum, skuli ekki vera nýttir til að dæma í úrslitakeppninni á Íslandi. Jón hefur ekki viljað tjá sig um málið við Vísi í vikunni, það er að segja ekki fyrr en í dag, eftir fund sem Davíð var boðaður á hjá dómaranefnd, í húsakynnum KKÍ. Þar staðfesti hann að Davíð hefði ekki verið settur á leiki síðan í undanúrslitum VÍS-bikarsins í mars - leik sem Davíð mun reyndar á endanum ekki hafa getað dæmt vegna veikinda. Jón segist ekki geta tjáð sig um það í hverju samskiptaörðugleikarnir við Davíð felist. Aðspurður hvort til greina komi, eftir fundinn í dag, að Davíð dæmi í úrslitakeppninni kveðst Jón aðeins geta sagt það að um sé að ræða ótímabundna ráðstöfun. Átta liða úrslit kvenna halda áfram í dag og á morgun en leikur tvö í átta liða úrslitum karla er svo á sunnudag og mánudag. Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl. Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Ég get staðfest að Davíð hefur verið tekinn af niðurröðun á leiki, ótímabundið, vegna samskiptaörðugleika við dómaranefnd,“ segir Jón í stuttu samtali við Vísi. Það hefur vakið athygli að kraftar Davíðs Tómasar Tómassonar, alþjóðadómara sem í vetur hefur dæmt fjölda leikja erlendis í alþjóðlegum keppnum, skuli ekki vera nýttir til að dæma í úrslitakeppninni á Íslandi. Jón hefur ekki viljað tjá sig um málið við Vísi í vikunni, það er að segja ekki fyrr en í dag, eftir fund sem Davíð var boðaður á hjá dómaranefnd, í húsakynnum KKÍ. Þar staðfesti hann að Davíð hefði ekki verið settur á leiki síðan í undanúrslitum VÍS-bikarsins í mars - leik sem Davíð mun reyndar á endanum ekki hafa getað dæmt vegna veikinda. Jón segist ekki geta tjáð sig um það í hverju samskiptaörðugleikarnir við Davíð felist. Aðspurður hvort til greina komi, eftir fundinn í dag, að Davíð dæmi í úrslitakeppninni kveðst Jón aðeins geta sagt það að um sé að ræða ótímabundna ráðstöfun. Átta liða úrslit kvenna halda áfram í dag og á morgun en leikur tvö í átta liða úrslitum karla er svo á sunnudag og mánudag. Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl. Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.
Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl.
Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti