Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar 6. apríl 2025 06:31 Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er landris og náttúruvásérfræðingar og vísindamenn landsins spá í spilin. Þeir gefa sér nokkra daga til að meta stöðuna. Ef þörf þykir færa almannavarnir stöðuna yfir á hættu/neyðarstig, fólk er kallað til og gripið er til aðgerða samkvæmt tilbúinni áætlun. Vaktin er staðin þar til öll hætta er liðin hjá. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar skólakerfisins sér nokkra daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við lágu risi barnanna okkar hvað lesskilning varðar sem er undirstaða alls náms og lykill að farsæld. Menn lýsa ekki yfir hættu/neyðarstigi, fólk er ekki kallað til, það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Um 40% barnanna okkar eða um 1600 unglingar mælast undir stigi 2 í lesskilningi (PISA 2022) eftir tíu ára skyldunám í grunnskóla. Það merkir að þessir einstaklingar glíma við stórar áskoranir hvað áframhaldandi nám eða þátttöku í atvinnulífi varðar (OECD). Það hriktir í stoðum jafnréttis með svona niðurstöðu á borðinu. Á sama tíma og land rís og upp úr jörðu gýs gefa sérfræðingar barnanna okkar sem glíma við fjölþættan vanda sér daga, vikur, mánuði og ár til að bregðast við. Menn lýsa hvorki yfir hættu né neyðarstigi. Það er engin aðgerðaráætlun. Það stendur enginn vaktina. Það ber enginn ábyrgð. Fleiri börn leiðast af beinnri braut yfir á þá grýttu og sársaukafullu og það sárvantar aðgerðir og úrræði. Aðstandendur kalla af örvæntingu út í tómið. Tökum okkur náttúruvásérfræðingana og almannavarnir til fyrirmyndar. Vinnum saman sem eitt teymi, gerum aðgerðaráætlanir sem við grípum til komi til hættu/neyðarstigs og tökum mið af vísindum, köllum til fólk og stöndum vaktina í þágu barnanna okkar. Það er vá fyrir dyrum, gefum okkur bara nokkra daga. Hvert einasta barn er demantur sem við eigum að slípa svo glansi allan hringinn svo hvergi beri skugga á. Demantur sem allir vilja bera og allir gæta. Eflum grunnskólana, mælum árangur og gefum áskoranir miðað við færni, eflum félagsfærni og hreyfingu og hlúum að velferð. Útskrifum börnin okkar full sjálfstrausts, læs og skrifandi. Verum land tækifæranna fyrir öll börn sem verða fyrr en varir fullorðin. Höfundur er grunnskólakennari
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun