Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 12:01 Lára Sigurðardóttir læknir segir vísindamenn vita æ meira um rafsígarettur. Vísir/Sigurjón Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. Lára Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum segir að þó stutt sé síðan rafsígarettur hafi rutt sér til rúms sé sífellt að koma betur í ljós að notkun þeirra hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar. „Mér finnst ágætt að horfa á hvaða áhrif rafsígarettur hafa með tvennum hætti. Annars vegar hvað inniheldur rafsígarettuvökvinn og svo er það níkótínið sem er vel rannsakað efni. Við horfum þá aðallega á þessi efni sem eru þekkt sem koma með rafsígarettunum sem annars vegar geta verið krabbameinsvaldandi og skaðað erfðaefni okkar og valdið stökkbreytingu og hinsvegar þungmálmar.“ Helstu langtímaáhrifin sem vísindamenn hafi áhyggjur af sé langvinnur lungnasjúkdómur og lungnakrabbamein. „Mikið af þessum efnum eru ólífræn eða eru ekki náttúruleg og geta sest að í lungunum og valdið þar bólgu sem getur þá leitt til langvinna sjúkdóma sem getur haft veruleg áhrif síðar meir.“ Þá segir Lára að þvert á það sem margir halda virki það ekki vel fyrir fólk að nota rafsígarettur til þess að hætta að reykja venjulegar sígarettur. Til þess að losna undan níkótínfíkn sé best að leita aðstoðar læknis eða hjúkrunarfræðings. „Það er alltaf einn og einn kannski sem nær að hætta að reykja venjulegar sígarettur með rafsígarettum en núna til lengri tíma litið eru mjög margir og meirihluti sem byrjar að reykja aftur samhliða og endar þá á að nota mun meira níkótín heldur en þeir gerðu jafnvel þegar þeir reyktu eingöngu. Rannsóknir sýna núna að þessi samlegðaráhrif, þá getur skaðinn fyrir lungu orðið mun meiri en ef þú eingöngu reyktir eða notaðir veip.“ Rafrettur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Lára Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum segir að þó stutt sé síðan rafsígarettur hafi rutt sér til rúms sé sífellt að koma betur í ljós að notkun þeirra hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar. „Mér finnst ágætt að horfa á hvaða áhrif rafsígarettur hafa með tvennum hætti. Annars vegar hvað inniheldur rafsígarettuvökvinn og svo er það níkótínið sem er vel rannsakað efni. Við horfum þá aðallega á þessi efni sem eru þekkt sem koma með rafsígarettunum sem annars vegar geta verið krabbameinsvaldandi og skaðað erfðaefni okkar og valdið stökkbreytingu og hinsvegar þungmálmar.“ Helstu langtímaáhrifin sem vísindamenn hafi áhyggjur af sé langvinnur lungnasjúkdómur og lungnakrabbamein. „Mikið af þessum efnum eru ólífræn eða eru ekki náttúruleg og geta sest að í lungunum og valdið þar bólgu sem getur þá leitt til langvinna sjúkdóma sem getur haft veruleg áhrif síðar meir.“ Þá segir Lára að þvert á það sem margir halda virki það ekki vel fyrir fólk að nota rafsígarettur til þess að hætta að reykja venjulegar sígarettur. Til þess að losna undan níkótínfíkn sé best að leita aðstoðar læknis eða hjúkrunarfræðings. „Það er alltaf einn og einn kannski sem nær að hætta að reykja venjulegar sígarettur með rafsígarettum en núna til lengri tíma litið eru mjög margir og meirihluti sem byrjar að reykja aftur samhliða og endar þá á að nota mun meira níkótín heldur en þeir gerðu jafnvel þegar þeir reyktu eingöngu. Rannsóknir sýna núna að þessi samlegðaráhrif, þá getur skaðinn fyrir lungu orðið mun meiri en ef þú eingöngu reyktir eða notaðir veip.“
Rafrettur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira