Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. apríl 2025 06:49 Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Kyodo News via AP Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Vísitölur í Shanghaí fóru niður um 6,4 prósent og í Hong Kong fór Hang Seng vísitalan niður um meira en tíu prósent. Framvirk viðskipti í Bandaríkjunum hafa líka lækkað töluvert sem þykir benda sterklega til þess að lækkanir muni halda áfram í kauphöllinni á Wall Street þegar hún opnar eftir helgina síðar í dag. Trump forseti svaraði fréttamönnum um borð flugvél forsetans í gærkvöldi og segist hvergi nærri af baki dottinn og að ekki komi til greina að hætta við tollahækkanirnar. Hann ítrekaði að breytingin yrði sársaukafull og endurtók þau skilaboð sín að önnur lönd verði að gera honum tilboð, eins og hann orðar það, til að hægt sé að semja upp á nýtt. Hann beindi orðum sínum aðallega að stjórnvölum í Kína og Evrópu og segist hafa talað við „fjölmarga“ Evrópubúa og Kínverja sem dauðlangi til að gera við sinn góðan samning. Trump tók svo afar illa í spurningu frá einum blaðamanninum sem spurði hann að því hver sársaukamörk bandarískra neytenda væru. Forsetinn svaraði því til að stundum verði fólk að taka meðalið sitt, þegar eitthvað ami að. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Japan Tengdar fréttir Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38 Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vísitölur í Shanghaí fóru niður um 6,4 prósent og í Hong Kong fór Hang Seng vísitalan niður um meira en tíu prósent. Framvirk viðskipti í Bandaríkjunum hafa líka lækkað töluvert sem þykir benda sterklega til þess að lækkanir muni halda áfram í kauphöllinni á Wall Street þegar hún opnar eftir helgina síðar í dag. Trump forseti svaraði fréttamönnum um borð flugvél forsetans í gærkvöldi og segist hvergi nærri af baki dottinn og að ekki komi til greina að hætta við tollahækkanirnar. Hann ítrekaði að breytingin yrði sársaukafull og endurtók þau skilaboð sín að önnur lönd verði að gera honum tilboð, eins og hann orðar það, til að hægt sé að semja upp á nýtt. Hann beindi orðum sínum aðallega að stjórnvölum í Kína og Evrópu og segist hafa talað við „fjölmarga“ Evrópubúa og Kínverja sem dauðlangi til að gera við sinn góðan samning. Trump tók svo afar illa í spurningu frá einum blaðamanninum sem spurði hann að því hver sársaukamörk bandarískra neytenda væru. Forsetinn svaraði því til að stundum verði fólk að taka meðalið sitt, þegar eitthvað ami að.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Japan Tengdar fréttir Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38 Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38
Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40