Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun