„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 16:00 Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netglæpir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nú þegar páskarnir eru að detta inn fylgir því oftast nær meiri ró og ákveðið andvaraleysi. Tíminn í kringum árstíðarbundin frí eins og páska, sumarleyfi eða jól- og áramót er einmitt sá tími sem við þurfum að vera sérstaklega vel á varðbergi gagnvart mögulegum svikum. Þá fjölgar svikatilraunum oftast nær í hinum stafræna heimi. Í gær fékk samstarfsmaður minn meðfylgjandi tölvupóst sem virtist vera frá mér. Reyndar er íslenskan frekar klunnaleg, ég tel mig í það minnsta hafa betra vald á tungumálinu og því var tölvupósturinn ekki mjög trúverðugur. Skemmst er frá því að segja að við féllum ekki fyrir þessari tilraun. Pósturinn er hins vegar einn af fjölmörgum efnislega sambærilegum svikapóstum sem dynja á einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alla daga ársins. Í mörgum tilfellum eru skrifin á mun betri íslensku og auðvelt getur verið að falla fyrir þeim. Oft er veikasti hlekkurinn í svikum við mannfólkið og því er gott að hafa í huga að flýta sér hægt og sýna heilbrigða tortryggni er snýr að öllum samskiptum í hinum stafræna heimi. Þegar kemur að greiðslu fjármuna er gott að temja sér það verklag að staðfesta með símtali að greiðsla eigi að fara á viðkomandi stað. Vöxtur í svikatilraunum í gegnum skilaboð og símtöl Það er afar mikilvægt að fara sérstaklega varlega í kringum rafrænu skilríkin og opna þau ekki nema vera þess fullviss hvað er verið að samþykkja. Það hefur ítrekað verið varað við Messenger svindli þar sem óskað er eftir símanúmeri í gegnum Messenger. Í kjölfarið freistast glæpamennirnir að komast inn í gegnum samþykkt á rafrænum skilríkjum. Alla tengla sem fólk fær senda, hvort sem er á SMS formi, tölvupósti eða í gegnum samskiptaforrit, skal forðast að opna nema vera fullviss um hvað sé þar að baki, sérstaklega ef skilaboðin tengjast greiðslu fjármuna, t.d. meintri inneign hjá Skattinum eða skuld við Póstinn. Þá eru fjölmörg dæmi um svikatilraunir þar sem svikarar hringja úr því sem virðist vera íslensk símanúmer þó þeir séu yfirleitt enskumælandi. Í símtölunum er aðilum oftar en ekki talin trú um að viðkomandi eigi rafmyntir eða boðin fjárfestingatækifæri í rafmyntum. Best er að slíta slíkum símtölum strax enda að öllum líkindum tilraun til svika. Það sem skiptir máli er heilbrigð tortryggni og að láta ekki leiða sig í gildru. Þaulskipulögð svik sem nýta gervigreind í vaxandi mæli Svikararnir eru oftar en ekki hluti af glæpasamtökum sem verða sífellt þróaðri, skipulagðari og gerðir út af fjársterkum aðilum, jafnvel af þjóðríkjum. Þeir nýta sér gervigreind þannig að það getur oft verið erfitt að greina og verjast svikum. Nokkur góð ráð gegn svikum Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum eða gangið frá greiðslu fjármuna er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum. Til að mynda er gott að skoða hvort um rétt símanúmer, netfang eða slóð á heimasíðu sé að ræða. Velta fyrir sér hvort þú hafir átt von á skilaboðum, tölvupósti eða símtali frá viðkomandi aðila eða hvort mögulega sé um svikatilraun að ræða. Endurnýtið ekki lykilorð, notið lykilorðabanka og fjölþátta auðkenningu. Í sumum tilfellum geta fyrirtæki einnig tekið upp auðkennislykla. Þessar varúðarráðstafanir hafa bjargað háum fjárhæðum. Einnig er skynsamlegt að skoða reglulega kortayfirlit til að kanna hvort þar sé að finna greiðslur sem þú kannast ekki við. Fleiri ráð til að verjast netsvikum má finna á vefnum taktutvær.is Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Yfirleitt er hægt að byrja á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Sýnum árverkni og látum ekki glæpamenn skemma fyrir okkur páskana og taka frá okkur góða skapið. Gleðilega páska. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun